Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, íbúðasvæði vestan Kjarnagötu - skipulagslýsing

Málsnúmer 2013030090

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 154. fundur - 20.03.2013

Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu dagsetta 20. mars 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., vegna breytingar á hluta opins svæðis til sérstakra nota, 3.2.7 O, sem verði tekið undir íbúðarbyggð.

Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Edward H. Huijbens fulltrúi V lista og Sigurður Guðmundsson fulltrúi A lista mótmæla fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi þar sem þeir telja forgangsröðun framkvæmda ekki ásættanlega og að með þessu náist ekki markmið um þéttingu byggðar.

Bæjarstjórn - 3337. fundur - 09.04.2013

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 20. mars 2013:
Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu dags. 20. mars 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf, vegna breytingar á hluta opins svæðis til sérstakra nota, 3.2.7 O, sem verði tekið undir íbúðarbyggð.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.
Edward H. Huijbens fulltrúi V-lista og Sigurður Guðmundsson fulltrúi A-lista mótmæla fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi þar sem þeir telja forgangsröðun framkvæmda ekki ásættanlega og að með þessu náist ekki markmið um þéttingu byggðar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 5 atkvæðum gegn atkvæðum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista, Helga Vilberg Hermannssonar A-lista og Ólafs Jónssonar D-lista.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Logi Már Einarsson S-lista og Halla Björk Reynisdóttir L-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Skipulagsnefnd - 156. fundur - 24.04.2013

Tryggvi Már Ingvarsson áheyrnarfulltrúi B-lista mætti á fundinn kl. 8:37

Sigurður Guðmundsson vék af fundi kl.8:40
Skipulagslýsing var kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar.
Tvær umsagnir bárust vegna skipulagslýsingar.
1) Skipulagsstofnun, dagsett 17. apríl 2013.
Ekki eru gerðar athugasemdir en stofnunin bendir á að æskilegt sé að gerð verði grein fyrir af hverju nú sé ástæða til að marka stefnu um íbúðabyggð á svæði sem áður var talið óhentugt til íbúðarbyggðar vegna jarðvegsdýpis.
2) Hverfisnefnd Naustahverfis, dagsett 24. apríl 2013.
Hverfisnefndin mótmælir áformum um íbúðabyggð á reitnum.
Tekið hefur verið tillit til ábendinga Skipulagsstofnunar í greinargerð tillögunnar og er athugasemd hverfisnefndar vísað til skipulagsdeildar til nánari skoðunar.
Umsögn barst ekki frá Norðurorku.
Þrjár athugasemdir bárust vegna skipulagslýsingarinnar. Athugasemdir nr. 2 og 3 bárust eftir fund skipulagsnefndar.
1) Guðrún D. Harðardóttir f.h. húsfélags Hamratúns 4 og 6, dagsett 22. apríl 2013.
Fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi er mótmælt þar sem gert er ráð fyrir íbúðarbyggð á reitnum.
2) Þórdís Unnur Þórðardóttir og Marta A. Þórðardóttir, íbúðareigendur í Ásatúni 8, dagsett 18. apríl 2013.
Þær mótmæla fyrirhuguðum breytingum m.a. vegna aukinnar umferðar og mengunar á Kjarnagötu.
3) Samhljóða athugasemd nr. 2 frá eigendum Ásatúns 6 og 8 með 27 undirskriftum, dagsett 18. apríl 2013.
Athugasemdum 1) til 3) er vísað til skipulagsdeildar til nánari skoðunar.

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi dagsetta 24. apríl 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., vegna breytingar á hluta opins svæðis til sérstakra nota, 3.2.7 O, sem verði tekið undir íbúðarbyggð.

Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samhliða verði auglýst tillaga að deiliskipulagsbreytingu á svæði norðan Tjarnarhóls (sjá málsnr. 2013030067).

 

Edward H. Huijbens V-lista og Sigurður Guðmundsson A-lista óska bókað að þeir ítreka fyrri bókun og mótmæla breytingu á aðalskipulagi vestan Kjarnagötu þar sem íbúðarsvæði er skilgreint á svæði sem áður var ekki ætlað undir byggð. Telja nefndarmennirnir að rökin sem tiltekin eru fyrir breytingunni haldi ekki, þó sérstaklega það að um þéttingu byggðar sé að ræða sbr. ábendingar Skipulagstofnunar. Ljóst er að hér sé verið að breyta skipulagi í þágu verktaka frekar en eftir sýn skipulagsnefndar og það sem upprunalega var lagt upp með. Mögulega bakast með þessu skaðabótaskylda gagnvart núverandi íbúum.

Edward H. Huijbens V-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni og Sigurður Guðmundsson A-lista var ekki á fundinum við afgreiðsluna.

Bæjarstjórn - 3339. fundur - 07.05.2013

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. apríl 2013:
Skipulagslýsing var kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar.
Tvær umsagnir bárust vegna skipulagslýsingar.
1) Skipulagsstofnun, dags. 17. apríl 2013.
Ekki eru gerðar athugasemdir en stofnunin bendir á að æskilegt sé að gerð verði grein fyrir af hverju nú sé ástæða til að marka stefnu um íbúðabyggð á svæði sem áður var talið óhentugt til íbúðarbyggðar vegna jarðvegsdýpis.
2) Hverfisnefnd Naustahverfis, dags. 24. apríl 2013.
Hverfisnefndin mótmælir áformum um íbúðabyggð á reitnum.
Tekið hefur verið tillit til ábendinga Skipulagsstofnunar í greinargerð tillögunnar og er athugasemd hverfisnefndar vísað til skipulagsdeildar til nánari skoðunar.
Umsögn barst ekki frá Norðurorku.
Þrjár athugasemdir bárust vegna skipulagslýsingarinnar. Athugasemdir nr. 2 og 3 bárust eftir fund skipulagsnefndar.
1) Guðrún D. Harðardóttir f.h. húsfélags Hamratúns 4 og 6, dags. 22. apríl 2013.
Fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi er mótmælt þar sem gert er ráð fyrir íbúðarbyggð á reitnum.
2) Þórdís Unnur Þórðardóttir og Marta A. Þórðardóttir íbúðareigendur í Ásatúni 8, dags. 18. apríl 2013.
Þær mótmæla fyrirhuguðum breytingum m.a. vegna aukinnar umferðar og mengunar á Kjarnagötu.
3) Samhljóða athugasemd nr. 2 frá eigendum Ásatúns 6 og 8 með 27 undirskriftum, dags. 18. apríl 2013.
Athugasemdum 1) til 3) er vísað til skipulagsdeildar til nánari skoðunar.

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi dags. 24. apríl 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., vegna breytingar á hluta opins svæðis til sérstakra nota, 3.2.7 O, sem verði tekið undir íbúðarbyggð.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samhliða verði auglýst tillaga að deiliskipulagsbreytingu á svæði norðan Tjarnarhóls (sjá málsnr. 2013030067).

Edward H. Huijbens V-lista og Sigurður Guðmundsson A-lista óska bókað að þeir ítreka fyrri bókun og mótmæla breytingu á aðalskipulagi vestan Kjarnagötu þar sem íbúðarsvæði er skilgreint á svæði sem áður var ekki ætlað undir byggð. Telja nefndarmennirnir að rökin sem tiltekin eru fyrir breytingunni haldi ekki, þó sérstaklega það að um þéttingu byggðar sé að ræða sbr. ábendingar Skipulagstofnunar. Ljóst er að hér sé verið að breyta skipulagi í þágu verktaka frekar en eftir sýn skipulagsnefndar og það sem upprunalega var lagt upp með. Mögulega bakast með þessu skaðabótaskylda gagnvart núverandi íbúum.
Edward H. Huijbens V-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni og Sigurður Guðmundsson A-lista var ekki á fundinum við afgreiðsluna.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 6  atkvæðum gegn atkvæðum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista, Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista, Ólafs Jónssonar D-lista, Ragnars Sverrissonar S-lista og Sigurðar Guðmundssonar A-lista,

Skipulagsnefnd - 162. fundur - 14.08.2013

Skipulagstillagan var auglýst frá 12. júní með athugasemdarfresti til 24. júlí 2013. Tillagan var auglýst í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, í þjónustuanddyri og hjá Skipulagsstofnun. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni var auglýst deiliskipulagsbreyting "Naustahverfi, svæði norðan Tjarnarhóls".
Þrjár athugsemdir bárust vegna skipulagslýsingar og var þeim vísað til meðferðar og svara skipulagsnefndar í samræmi við 2. mgr. 31. gr. skipulagslaga.
Umsögn barst um aðalskipulagsbreytinguna frá Skipulagsstofnun, dagsett 29. maí 2013 þar sem bent er á að breytingin fellur undir nýja skipulagsreglugerð nr. 90/2013 sbr. 2. lið bráðabirgðaákvæðis reglugerðarinnar.

Þrjár athugasemdir bárust vegna skipulagslýsingar og aðalskipulagsbreytingar:
1) Íbúar við Ásatún 6-8, dagsett 10. júlí 2013 ásamt nafnalista með 32 nöfnum.
2) Hamratún 4-6 húsfélag, dagsett 24. júlí 2013.
3) Reykjaprent ehf., dagsett 24. júlí 2013.
Útdráttur úr innsendum bréfum kemur fram í meðfylgjandi skjali merktu "ASAK breyting - athugasemdir og svör dags. 14.8.2013".

Svör við athugasemdum eru í skjali merktu "ASAK breyting - athugasemdir og svör dags. 14.8.2013".

Meirihluti skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Andrea S. Hjálmsdóttir V-lista ítrekar fyrri bókanir og greiðir atkvæði á móti tillögunni.

Bæjarráð - 3377. fundur - 22.08.2013

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. ágúst 2013:
Skipulagstillagan var auglýst frá 12. júní með athugasemdarfresti til 24. júlí 2013. Tillagan var auglýst í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, í þjónustuanddyri og hjá Skipulagsstofnun. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni var auglýst deiliskipulagsbreyting "Naustahverfi, svæði norðan Tjarnarhóls".
Þrjár athugsemdir bárust vegna skipulagslýsingar og var þeim vísað til meðferðar og svara skipulagsnefndar í samræmi við 2. mgr. 31. gr. skipulagslaga.
Umsögn barst um aðalskipulagsbreytinguna frá Skipulagsstofnun, dags. 29. maí 2013 þar sem bent er á að breytingin fellur undir nýja skipulagsreglugerð nr. 90/2013 sbr. 2. lið bráðabirgðaákvæðis reglugerðarinnar.

Þrjár athugasemdir bárust vegna skipulagslýsingar og aðalskipulagsbreytingar:
1) Íbúar við Ásatún 6-8, dags. 10. júlí 2013 ásamt nafnalista með 32 nöfnum.
2) Hamratún 4-6 húsfélag, dags. 24. júlí 2013.
3) Reykjaprent ehf., dags. 24. júlí 2013.
Útdráttur úr innsendum bréfum kemur fram í meðfylgjandi skjali merktu "ASAK breyting - athugasemdir og svör dags. 14.8.2013".
Svör við athugasemdum eru í skjali merktu "ASAK breyting - athugasemdir og svör dags. 14.8.2013".
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Andrea S. Hjálmsdóttir V-lista ítrekar fyrri bókanir og greiðir atkvæði á móti tillögunni.

Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 4. júní 2013.

Bæjarráð samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 3 atkvæðum gegn atkvæðum Andreu Sigrúnar Hjálmarsdóttur V-lista og Önnu Hildar Guðmundsdóttur A-lista.