Iðnaðarsvæði við Austursíðu - skipulagslýsing

Málsnúmer 2012110215

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 149. fundur - 12.12.2012

Í samræmi við bókun skipulagsnefndar dagsett 28. janúar 2009 leggur skipulagsstjóri fram skipulagslýsingu vegna deiliskipulags iðnaðarsvæðis við Austursíðu. Skipulagslýsingin er unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt frá Arkitektur.is og dagsett 12. desember 2012.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.

Bæjarstjórn - 3332. fundur - 18.12.2012

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. desember 2012:
Í samræmi við bókun skipulagsnefndar dags. 28. janúar 2009 leggur skipulagsstjóri fram skipulagslýsingu vegna deiliskipulags iðnaðarsvæðis við Austursíðu. Skipulagslýsingin er unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt frá Arkitektur.is og dags. 12. desember 2012.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 151. fundur - 30.01.2013

Skipulagslýsing fyrir athafnasvæðið við Austursíðu var auglýst til kynningar 19. desember 2012. Lýsingin var aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.
Umsagnir bárust frá:
1) Norðurorku, dagsett 14. janúar 2013.
Athygli er vakin á að Norðurorka rekur dælustöð og spennistöð í Austursíðu 2 og liggja stofnlagnir veitna að þeirri lóð. Mikilvægt er að gera ráð fyrir mögulegum lagnaleiðum meðfram Hörgárbraut.
2) Skipulagsstofnun dagsett 4. janúar 2013.
Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við lýsinguna.
Ábendingum um skipulagslýsingu er vísað í vinnslu deiliskipulags svæðisins.
Skipulagsstjóri leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæðið við Austursíðu. Tillagan er unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt, dagsett 11. janúar 2013, og kom hann á fundinn og kynnti tillöguna.

Skipulagsnefnd þakkar Gísla Kristinssyni arkitekt fyrir kynninguna.
Frestað.

Skipulagsnefnd - 153. fundur - 27.02.2013

Skipulagsstjóri leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæðið við Austursíðu. Tillagan er unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt, dagsett í febrúar 2013. Óskað var eftir upplýsingum frá lóðarhöfum varðandi gámamál og bárust svör frá 21 aðila.

Afgreiðslu frestað.

Edward H. Huijbens V-lista fór af fundinum kl.9:10

Skipulagsnefnd - 158. fundur - 29.05.2013

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi athafnasvæðis við Austursíðu í samræmi við bókun nefndarinnar frá 28. janúar 2009, mál BN070121. Tillagan er unnin af Gísla Kristinssyni og dagsett 29. maí 2013.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3340. fundur - 04.06.2013

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. maí 2013:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi athafnasvæðis við Austursíðu í samræmi við bókun nefndarinnar frá 28. janúar 2009, mál BN070121. Tillagan er unnin af Gísla Kristinssyni og dags. 29. maí 2013.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 162. fundur - 14.08.2013

Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 12. júní 2013 með athugasemdarfresti til 24. júlí 2013 í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, í þjónustuanddyri og hjá Skipulagsstofnun.
Umsagnir um skipulagslýsinguna bárust frá Skipulagsstofnun og Norðurorku.
Beiðni um umsögn um deiliskipulagstillöguna var send til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, Isavia ohf. og Vegagerðinnar. Umsagnir hafa ekki borist.
Ein athugasemd barst frá Stefáni Jóhannessyni Aðalstræti 30.
a) Óskað er eftir að búseta verði leyfð í iðnaðarhverfinu þar sem aðstaða leyfir.
b) Gerð er athugasemd við að gámasvæði séu staðsett innan lóðar en slíkt fækkar bílastæðum innan lóða.
c) Mótmælt er að kostnaður vegna girðingar skuli allur lenda á lóðarhöfum. Hann telur að Akureyrarbær eigi að bera kostnað vegna þessa þar sem ekki var gerð krafa um girðingu við úthlutun lóðanna á sínum tíma.

Svör við athugasemdum:

a) Samkvæmt Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 er búseta ekki heimiluð á athafnasvæðum.  

b) Eitt af meginverkefnum deiliskipulagsins var að koma böndum á fjölda og staðsetningar gáma innan lóða en þeir eru fjölmargir á svæðinu. Þess vegna eru ákvæði um fjölda þeirra og staðsetningar sýndar á uppdrætti. Bent er þó á að lóðareigendum er í sjálfsvald sett hvort þeir nýti þau svæði undir gáma eða sem bílastæði.

c) Skipulagsnefnd fellst á að fella út kvöð um girðingu en hvetur þó eigendur til að virða lóðarmörk.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarráð - 3377. fundur - 22.08.2013

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. ágúst 2013:
Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 12. júní 2013 með athugasemdarfresti til 24. júlí 2013 í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, í þjónustuanddyri og hjá Skipulagsstofnun.
Umsagnir um skipulagslýsinguna bárust frá Skipulagsstofnun og Norðurorku.
Beiðni um umsögn um deiliskipulagstillöguna var send til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, Isavia ohf og Vegagerðinnar. Umsagnir hafa ekki borist.
Ein athugasemd barst frá Stefáni Jóhannessyni, Aðalstræti 30.
a) Óskað er eftir að búseta verði leyfð í iðnaðarhverfinu þar sem aðstaða leyfir.
b) Gerð er athugasemd við að gámasvæði séu staðsett innan lóðar en slíkt fækkar bílastæðum innan lóða.
c) Mótmælt er að kostnaður vegna girðingar skuli allur lenda á lóðarhöfum. Hann telur að Akureyrarbær eigi að bera kostnað vegna þessa þar sem ekki var gerð krafa um girðingu við úthlutun lóðanna á sínum tíma.
Svör við athugasemdum:
a) Samkvæmt Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 er búseta ekki heimiluð á athafnasvæðum.
b) Eitt af meginverkefnum deiliskipulagsins var að koma böndum á fjölda og staðsetningar gáma innan lóða en þeir eru fjölmargir á svæðinu. Þess vegna eru ákvæði um fjölda þeirra og staðsetningar sýndar á uppdrætti. Bent er þó á að lóðareigendum er í sjálfsvald sett hvort þeir nýti þau svæði undir gáma eða sem bílastæði.
c) Skipulagsnefnd fellst á að fella út kvöð um girðingu en hvetur þó eigendur til að virða lóðarmörk.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 4. júní 2013.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.