Skipulagstillagan var auglýst frá 12. júní með athugasemdarfresti til 24. júlí 2013. Tillagan var auglýst í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu. Einnig birtist auglýsing í Akureyri Vikublaði þann 20. júní. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, í þjónustuanddyri og hjá Skipulagsstofnun. Hluti auglýstra gagna var bréf Skipulagsstofnunar dagsett 29. maí 2013 þar sem gerðar voru athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna. Ekki var tekið tillit til allra athugasemda og þær því auglýstar ásamt tillögunni í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ein umsögn barst um skipulagslýsinguna eftir kynningartíma til viðbótar þeim sem komnar voru.
1) Umhverfisstofnun, dagsett 10. júní, sem ekki gerir athugasemd við lýsinguna en bendir á mikilvægi þess að náttúruminjum verði ekki raskað við lagningu reiðleiða. Tekið er undir mikilvægi þess að tryggja varðveislu ósnortinnar strandlengju og að mannvirki að Hesjuvöllum falli vel að umhverfi og landslagi.
Þrjár umsagnir bárust um aðalskipulagsbreytinguna:
1) Skipulagsstofnun, dagsett 29. maí 2013.
2) Hörgársveit, dagsett 27. júní 2013 sem ekki gerir athugasemd við tillöguna.
3) Vegagerðin, dagsett 8. júlí 2013, sem ekki gerir athugasemd við tillöguna.
Engin athugasemd barst við aðalskipulagstillöguna.
Skipulagsnefnd samþykkir að bæta eftirfarandi texta við b-lið 3. kafla: "Markmiðið er einnig að tryggja varðveislu ósnortinnar strandlengju innan marka sveitarfélagsins."
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin þannig breytt verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.