Málsnúmer 2022101154Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Davíð Rúnari Gunnarssyni, f.h. Vina Akureyrar, þar sem óskað er eftir stuðningi við fjölskylduhátíðina Eina með öllu sem haldin er árlega um Verslunarmannahelgi. Óskað er eftir að Akureyrarbær styrki hátíðina með samningsbundnu framlagi til þriggja ára, að upphæð kr. 2.000.000 auk vinnuframlags frá umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar.
Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Akureyrarbær fagnar vinnu Isavia við nýja RNP flugferla úr suðri við Akureyrarflugvöll.
Bætt aðgengi er öryggismál og einn af lykilþáttum þess að reglubundið millilandaflug til Akureyrar gangi upp. Það styrkir ferðaþjónustu á Norðurlandi og er mikilvægt fyrir samfélagið allt.
Akureyrarbær leggur áherslu á að verkefninu verði hraðað eins og kostur er, þannig að ný aðflug úr suðri verði virk þegar á haustmánuðum.