Akureyrarflugvöllur - framkvæmdir og breytingar

Málsnúmer 2024030834

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3842. fundur - 21.03.2024

Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri Akureyrarflugvallar mætti til fundar og kynnti breytingar á flugvellinum.
Bæjarráð þakkar flugvallarstjóra Akureyrarflugvallar fyrir kynninguna.

Akureyrarbær fagnar vinnu Isavia við nýja RNP flugferla úr suðri við Akureyrarflugvöll.

Bætt aðgengi er öryggismál og einn af lykilþáttum þess að reglubundið millilandaflug til Akureyrar gangi upp. Það styrkir ferðaþjónustu á Norðurlandi og er mikilvægt fyrir samfélagið allt.

Akureyrarbær leggur áherslu á að verkefninu verði hraðað eins og kostur er, þannig að ný aðflug úr suðri verði virk þegar á haustmánuðum.

Bæjarráð - 3869. fundur - 14.11.2024

Rætt um stöðu mála á Akureyrarflugvelli, aukið millilandaflug og seinkun á tilkomu aðflugsferla úr suðri.
Bæjarráð fagnar merkum áfanga í samgöngumálum með reglubundnu millilandaflugi easyJet, fyrst til Gatwick og sl. þriðjudag bættist Manchester við sem áfangastaður.

Hins vegar lýsir bæjarráð yfir áhyggjum með seinagang við hönnun nýrra RNP aðflugsferla úr suðri. Þörf á úrbótum hefur lengi blasað við, sem bæta mun aðgengi og öryggi umtalsvert, ekki síst fyrir núverandi flug easyJet. Í vetur eru áætluð um 100 flug.

Bættir flugferlar úr suðri hafa legið á borði Isavia frá árinu 2020, en frumdrög voru hönnuð þegar árið 2017.

Samkvæmt reglum sem stjórnvöld hafa fullgilt átti að ljúka verkinu fyrir 25. janúar 2024.

Bæjarráð harmar þessa seinkun og skorar á Isavia að ljúka útgáfu RNP ferla sem fyrst.