Brynja, Hússjóður Öryrkjabandalagsins - stofnframlög, uppbygging á Akureyri 2022-2026

Málsnúmer 2022030528

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3763. fundur - 17.03.2022

Erindi dagsett 10. mars 2022 frá Guðbrandi Sigurðssyni framkvæmdastjóra Brynju, Hússjóðs Öryrkjabandalagsins þar sem kynnt eru áform sjóðsins um uppbyggingu leiguíbúða á Akureyri á næstu árum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Þórhallur Jónsson formaður skipulagsráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð fagnar áformum félagsins um fjölgun íbúða til handa öryrkjum með sjálfstæða búsetu og áréttar að félagið á þegar vilyrði af hálfu Akureyrarbæjar fyrir stofnframlögum vegna sex íbúða. Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ræða við bréfritara.

Bæjarráð - 3801. fundur - 09.03.2023

Erindi dagsett 27. febrúar 2023 frá Guðbrandi Sigurðssyni framkvæmdastjóra Brynju leigufélags þar sem kynnt eru áform um uppbyggingu leiguíbúða fyrir öryrkja á Akureyri á næstu árum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Gengið var frá viljayfirlýsingu milli Brynju og Akureyrarbæjar um stækkun eignasafnsins á Akureyri um 32 íbúðir á árunum 2022 til 2026. Bæjarráð fagnar því að uppbygging á leiguíbúðum er að ganga eftir eins og lagt var upp með og að stofnframlög fyrir um 10 íbúðir verði nýtt á þessu ári.

Bæjarráð - 3808. fundur - 11.05.2023

Lögð fram umsókn um stofnframlög vegna 10 íbúða á vegum Brynju leigufélags.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir umsókn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem felur í sér 12% stofnframlag Akureyrarbæjar til Brynju leigufélags vegna 10 íbúða á Akureyri.

Bæjarstjórn - 3530. fundur - 06.06.2023

Lögð fram til samþykktar umsókn um stofnframlög vegna 10 íbúða á vegum Brynju leigufélags. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 11. maí sl. og samþykkti bæjarráð umsókn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem felur í sér 12% stofnframlag Akureyrarbæjar.

Hulda Elma Eysteindóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir umsóknina með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3813. fundur - 29.06.2023

Lagt fram erindi dagsett 19. júní 2023 frá Hermanni Jónassyni f.h. Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem tilkynnt er um niðurstöðu umsóknar Brynju leigufélags um stofnframlag. HMS hefur metið umsóknina og var samþykkt að veita 18% stofnframlag og 4% viðbótarframlag vegna kaupa á 10 íbúðum á Akureyri.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3842. fundur - 21.03.2024

Lagt fram erindi dagsett 7. mars 2024 þar sem Guðbrandur Sigurðsson f.h. Brynju leigufélags ses. óskar eftir því að sækja um fimm stofnframlög vegna kaupa á íbúðum á þessu og næsta ári.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.


Bæjarráð samþykkir umsóknina sem gerir ráð fyrir 12% stofnframlagi Akureyrarbæjar.