Samræmd móttaka flóttafólks

Málsnúmer 2023021331

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1367. fundur - 26.04.2023

Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 26. apríl 2023 um stöðu samræmdrar móttöku flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1374. fundur - 11.10.2023

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir stöðu flóttafólks á Akureyri.

Velferðarráð - 1378. fundur - 13.12.2023

Lögð fram drög að nýjum samningi við félagsmála- og vinnumarkaðsráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð felur sviðsstjóra og forstöðumanni félagsþjónustu að vinna málið áfram.

Velferðarráð - 1382. fundur - 28.02.2024

Lögð fram til samþykktar drög að samningi við ríkið um samræmda móttöku flóttafólks.
Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3842. fundur - 21.03.2024

Liður 5 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 28. febrúar 2024:

Lögð fram til samþykktar drög að samningi við ríkið um samræmda móttöku flóttafólks.

Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

Velferðarráð - 1395. fundur - 27.11.2024

Farið yfir stöðu samnings um samræmda móttöku flóttafólks auk almennra upplýsinga um stöðu mála í samræmdri móttöku flóttafólks.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður og Drífa Björk Radiskovic verkefnastjóri í málefnum flóttafólks sátu fundinn undir þessum lið.