Fasteignagjöld 2023 - reglur um afslátt

Málsnúmer 2022110595

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3788. fundur - 17.11.2022

Rætt um reglur um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð - 3789. fundur - 24.11.2022

Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu um álagningu fasteignagjalda 2023 til afgreiðslu bæjarstjórnar að undanskyldu sorphirðugjaldi.

Bæjarráð - 3789. fundur - 24.11.2022

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 17. nóvember 2022:

Rætt um reglur um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar bæjarráðs.

Nú er lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2023 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3520. fundur - 06.12.2022

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 24. nóvember 2022:

Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu um álagningu fasteignagjalda 2023 til afgreiðslu bæjarstjórnar að undanskyldu sorphirðugjaldi.

Hlynur Jóhannsson kynnti.

Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir og Gunnar Már Gunnarsson.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir framlagða tillögu um álagningu fasteignagjalda 2023.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson B-lista sátu hjá.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:

Áætlað er að tekjur Akureyrarbæjar vegna fasteignaskatts hækki um 400 m.kr. milli ára, eða um 15,3%. Gangi áætlanir eftir munu tekjur sveitarfélagsinns vegna fasteignaskatts aukast um ríflega hálfan milljarð króna frá árinu 2021 til ársins 2023, eða um 21,65%, samtals um 534 m.kr. Þessi tekjuaukning á sér stað þrátt fyrir að fasteignaskattsprósentan lækki, enda hefur fasteignamat hækkað verulega. Það er því sérkennilegt í þessu samhengi að rætt sé um að verið sé að lækka álögur.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:

Við fögnum því að nú liggi fyrir lækkun á álagningarhlutfalli fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði. Eftir standa þó, frá fyrri umræðu, óbreyttar hækkanir fasteignagjalda af atvinnuhúsnæði sem geta reynst íþyngjandi fyrir einstaklinga í atvinnurekstri. Við viljum því nýta tækifærið og minna á ábyrgð bæjarstjórnar þegar kemur að því að fylgjast með og tryggja að rekstrarumhverfi fyrirtækja í bænum sé eins heilbrigt og það getur orðið.

Bæjarstjórn - 3520. fundur - 06.12.2022

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 24. nóvember 2022:

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2023 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Lára Halldóra Eiríksdóttir kynnti.

Til máls tók Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2023 með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3794. fundur - 12.01.2023

Lögð fram tillaga um gjaldskrá sorphirðugjalds fyrir árið 2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um gjaldskrá þar sem sorphirðugjald 2023 er kr. 46.448 á íbúð. Bæjarráð vísar gjaldskránni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3522. fundur - 17.01.2023

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. janúar 2023:

Lögð fram tillaga um gjaldskrá sorphirðugjalds fyrir árið 2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um gjaldskrá þar sem sorphirðugjald 2023 er kr. 46.448 á íbúð. Bæjarráð vísar gjaldskránni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða gjaldskrá sorphirðugjalds.