Lögð fram niðurstaða Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna um byggingu bílakjallara undir nýja heilsugæslu sem barst með erindi dagsettu 20. maí 2022. Í erindinu kemur fram að ráðuneytið hafi ekki fjármögnun til að byggja viðbótarbílakjallara undir heilsugæslu suður og er lagt til að bærinn taki þann kostnað sé óskað eftir bílakjallara.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs 23. mars sl. og hafnaði ráðið ósk Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar sem fæli í sér að ekki yrði gert ráð fyrir bílakjallara heldur yrði bílastæðum ofanjarðar fjölgað þess í stað.
Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Skipulagsráð hafnar því ósk um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.