Mannréttindastefna - 2023-2027

Málsnúmer 2022100707

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3789. fundur - 24.11.2022

Lögð fram tillaga að fyrirkomulagi vinnu við endurskoðun mannréttindastefnu Akureyrarbæjar og stofnun starfshóps.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.
Bæjaráð samþykkir framlagða tillögu um skipan launaðs vinnuhóps um endurskoðun mannréttindastefnu Akureyrarbæjar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Bæjarráð - 3812. fundur - 15.06.2023

Lögð fram til afgreiðslu tillaga að nýrri mannréttindastefnu Akureyrarbæjar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista leggja fram eftirfarandi tillögu:

Fjölmenningarráð verði sett á laggirnar hjá Akureyrarbæ, sem veitir bæjarstjórn, nefndum og ráðum Akureyrarbæjar ráðgjöf um málefni og hagsmuni bæjarbúa sem eru innflytjendur.

Greidd voru atkvæði um tillögu Hildu Jönu Gísladóttur, Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur og Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur.

Tveir greiddu atkvæði með tillögunni. Tillagan var felld.


Bæjarráð samþykkir að vísa nýrri mannréttindastefnu Akureyrarbæjar til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.


Bæjarráð bókar: Akureyrarbær mun hefja formlega innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á árinu 2024 og málefninu er því vísað til næstu fjárhagsáætlunargerðar. Rétt er að taka fram að þegar er unnið að lýðheilsustefnu og aðgerðaráætlun umhverfis- og loftslagstefnunnar sem hafa heimsmarkmiðin að leiðarljósi. Bæjarráð felur einnig bæjarstjóra að meta það hversu mikið fjármagn og starfskraft þarf til þess að fylgja þessu verkefni eftir.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Við teljum mikilvægt að stofnað verði fjölmenningarráð til þess að takast á við þær breyttu áherslur sem fjölmenningarleg samfélög kalla á á flestum sviðum samfélagsins og gefa fjölbreyttari hópi fólks kleift að taka þátt í ákvarðanatöku.

Bæjarstjórn - 3531. fundur - 20.06.2023

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 15. júní 2023:

Lögð fram til afgreiðslu tillaga að nýrri mannréttindastefnu Akureyrarbæjar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista leggja fram eftirfarandi tillögu: Fjölmenningarráð verði sett á laggirnar hjá Akureyrarbæ, sem veitir bæjarstjórn, nefndum og ráðum Akureyrarbæjar ráðgjöf um málefni og hagsmuni bæjarbúa sem eru innflytjendur.

Greidd voru atkvæði um tillögu Hildu Jönu Gísladóttur, Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur og Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur. Tveir greiddu atkvæði með tillögunni. Tillagan var felld. Bæjarráð samþykkir að vísa nýrri mannréttindastefnu Akureyrarbæjar til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarráð bókar: Akureyrarbær mun hefja formlega innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á árinu 2024 og málefninu er því vísað til næstu fjárhagsáætlunargerðar. Rétt er að taka fram að þegar er unnið að lýðheilsustefnu og aðgerðaráætlun umhverfis- og loftslagstefnunnar sem hafa heimsmarkmiðin að leiðarljósi. Bæjarráð felur einnig bæjarstjóra að meta það hversu mikið fjármagn og starfskraft þarf til þess að fylgja þessu verkefni eftir.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista leggja fram eftirfarandi bókun: Við teljum mikilvægt að stofnað verði fjölmenningarráð til þess að takast á við þær breyttu áherslur sem fjölmenningarleg samfélög kalla á á flestum sviðum samfélagsins og gefa fjölbreyttari hópi fólks kleift að taka þátt í ákvarðanatöku.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.

Til máls tóku Gunnar Már Gunnarsson, Hilda Jana Gísladóttir og Heimir Örn Árnason.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða mannréttindastefnu Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jóspesdóttir V- lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:

Við ítrekum þá afstöðu okkar að við teljum mikilvægt að stofnað verði fjölmenningarráð til þess að takast á við þær breyttu áherslur sem fjölmenningarleg samfélög kalla eftir á flestum sviðum samfélagsins sem og að gefa fjölbreyttari hópi fólks kleift að taka þátt í ákvarðanatöku sveitarfélagsins.