Liður 5 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 25. júní 2021:
Lagt fram minnisblað dagsett 23. júní 2021 varðandi lagningu ljósleiðara út í Hrísey.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir verkefnið fyrir sitt leyti og óskar eftir viðauka til bæjarráðs að fjárhæð kr. 24 milljónir. Heildarkostnaður er kr. 30 milljónir og styrkur að fjárhæð kr. 6 milljónir hefur fengist frá fjarskiptasjóði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.