Lögð fram til umsagnar tillaga dagsett 20. janúar 2021 samþykkt á 217. fundi heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra:
2. Tillaga um breytingu á samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra nr. 463/2002. Heilbrigðisnefnd samþykkir tillögu um breytingu á samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra þannig að í stað 45 daga í 6. grein komi 30 dagar. Hliðstæð breyting er fyrirhuguð í lögreglusamþykkt Akureyrarbæjar þannig að hraða megi verkferli til förgunar á skráningarskyldum ökutækjum án skráningarnúmera.
Breytt málsgrein orðast þannig:
Skráningarskyld ökutæki án skráningarmerkja og aðrir hlutir og
verðmæti sem eru fjarlægð að loknum fresti skulu geymd í vörslu
viðkomandi sveitarfélags í 30 daga og síðan fargað hafi eigandi ekki vitjað eigna sinna og leyst út gegn greiðslu áfallins kostnaðar (svo sem dráttar- og geymslugjöld).