Umræður um starfsemi SÁÁ utan höfuðborgarsvæðisins.
Hilda Jana Gísladóttir tók til máls og reifaði sögu göngudeildarþjónustu SÁÁ á Akureyri undanfarin ár og núverandi stöðu.
Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir og Þórhallur Jónsson.
Forseti las upp svohljóðandi tillögu að sameiginlegri ályktun bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn Akureyrar fordæmir þau áform SÁÁ að loka göngudeild sinni á Akureyri um næstu áramót. Það er að okkar mati algjörlega óásættanlegt að í þjónustusamningi ríkisins við SÁÁ sé ekki skilgreind nein þjónustu utan höfuðborgarsvæðisins. Bæjarstjórn skorar á SÁÁ og ríkisvaldið að bæta úr þessu hið fyrsta og felur bæjarstjóra að ræða við samningsaðila og leita leiða til að koma í veg fyrir að þjónustan verði lögð niður.