Stefna í almenningssamgöngum - drög í samráðsgátt - febrúar 2019

Málsnúmer 2019020405

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3629. fundur - 28.02.2019

Drög að heildarstefnu í almenningssamgöngum á vegum ríkisins eru nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Óskað er eftir að umsögnum verði skilað í síðasta lagi 7. mars nk.

Drögin er að finna á eftirfarandi slóð: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1306
Bæjarráð leggur áherslu á að vinnu við gerð heildstæðs almenningssamgöngukerfis, sem feli í sér samþættingu strætós, flugs og ferja, verði flýtt og kerfið verði fjármagnað í samgönguáætlun. Þá harmar bæjarráð umræðu um að hætta eigi niðurgreiðslu á flugi til og frá Vopnafirði og Þórshöfn. Felur bæjarráð bæjarstjóra að senda inn umsögn á samráðsgátt byggða á bókun bæjarráðs.