Tekið fyrir á fundi bæjarráðs 28. júní 2018:
Erindi dagsett 19. júní frá Birni Snæbjörnssyni fyrir hönd Einingar-Iðju þar sem þess er farið á leit við bæjarráð að svarað verði hvort það sé opinber afstaða Akureyrarbæjar að virða ekki túlkun samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands hvað varðar réttindi tímavinnustarfsmanna til matar- og kaffitíma til jafns við annað vaktavinnufólk.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar málinu til kjarasamninganefndar