Erindi dagsett 4. október 2018 frá verkefnastjóra Eyþings. Í erindinu er vísað í gr. 5.2 í lögum Eyþings um kosningu í fulltrúaráð Eyþings. Í ráðinu sitja 20 fulltrúar kosnir af sveitarstjórnum til tveggja ára í senn. Kjörgengir í fulltrúaráð eru þeir sömu og kjörgengir eru á aðalfundi Eyþings. Aðalmenn í stjórn Eyþings eru sjálfkjörnir í fulltrúaráðið. Formaður stjórnar er jafnframt formaður fulltrúaráðs. Ráðið skiptir að öðru leyti með sér verkum. Akureyrarbær á 5 fulltrúa í fulltrúaráðinu og þarf að skipa 3 fulltrúa nú auk varamanna til viðbótar þeim 2 sem eru sjálfkjörnir í fulltrúaráðið þar sem þeir eru stjórnarmenn í Eyþingi.