Jafnréttismál - staða

Málsnúmer 2018110029

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3443. fundur - 06.11.2018

Umræða um stöðu jafnréttismála að ósk Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista.

Sóley Björk Stefánsdóttir tók til máls og reifaði stöðu jafnréttismála hjá Akureyrarbæ og eftirfylgd ásamt stöðu verkefna í jafnréttisstefnu bæjarins.

Í umræðum tóku til máls Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Gunnar Gíslason, Hilda Jana Gísladóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í annað sinn), Sóley Björk Stefánsdóttir (í annað sinn), Hilda Jana Gísladóttir (í annað sinn), Eva Hrund Einarsdóttir (í annað sinn).
Sóley Björk Stefánsdóttir leggur til að stöðugildi jafnréttisfulltrúa verði hækkað og að bæjarráði verði falið að útfæra ákvörðunina í fjárhagsáætlunargerð.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson leggur til að málinu verði vísað til frekari umfjöllunar í bæjarráði.

Tillaga Guðmundar var borin upp til atkvæða og var samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa meirihlutans. Gunnar Gíslason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni. Eva Hrund Einarsdóttir D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Frístundaráð - 44. fundur - 21.11.2018

Lagt fram yfirlit yfir stöðu jafnréttismála út frá Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar.
Frístundaráð samþykkir að fela sviðsstjóra að koma með tillögur að vinnufyrirkomulagi við gerð nýrrar jafnréttisstefnu sem mun hefjast á árinu 2019.



Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista, Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista og Viðar Valdimarsson M-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Mikil vonbrigði að eftirfylgni með Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar sé jafn lítil og raun ber vitni. Frístundaráð þarf að beita sér fyrir því að hér verði jafnréttismarkmiðum fylgt, að jafnréttisstefnan sé lifandi og að ráðið leiti ávallt leiða til að auka jafnrétti í þeim málum sem eru til umfjöllunar hverju sinni.

Bæjarráð - 3618. fundur - 22.11.2018

Bæjarstjórn fjallaði um stöðu jafnréttismála og starf jafnréttisfulltrúa á fundi sínum 6. nóvember 2018 að ósk Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista. Sóley lagði fram tillögu um að auka stöðuhlutfall jafnréttisfulltrúa úr 20% í 50%. Bæjarstjórn vísaði málinu til frekari umfjöllunar í bæjarráði.

Umræður um stöðu jafnréttismála innan bæjarkerfisins og mögulegar úrbætur.