Umræða um stöðu jafnréttismála að ósk Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista.
Sóley Björk Stefánsdóttir tók til máls og reifaði stöðu jafnréttismála hjá Akureyrarbæ og eftirfylgd ásamt stöðu verkefna í jafnréttisstefnu bæjarins.
Í umræðum tóku til máls Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Gunnar Gíslason, Hilda Jana Gísladóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í annað sinn), Sóley Björk Stefánsdóttir (í annað sinn), Hilda Jana Gísladóttir (í annað sinn), Eva Hrund Einarsdóttir (í annað sinn).
Guðmundur Baldvin Guðmundsson leggur til að málinu verði vísað til frekari umfjöllunar í bæjarráði.
Tillaga Guðmundar var borin upp til atkvæða og var samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa meirihlutans. Gunnar Gíslason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni. Eva Hrund Einarsdóttir D-lista sat hjá við afgreiðslu.