Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 12. júlí 2018 frá Þorsteini E. Arnórssyni, f.h. Iðnaðarsafnsins á Akureyri, þar sem óskað er eftir auknum stuðningi Akureyrarbæjar við rekstur safnsins.
Akureyrarbær hefur stutt við rekstur safnsins á undanförnum árum með því að útvega því húsnæði án endurgjalds. Sá stuðningur er nú metinn á um 5 milljónir króna árlega. Safnið sjálft hefur aflað tekna til að standa undir daglegum rekstri og almennu safnastarfi en sjálfboðavinna hefur skipað stóran þátt í að láta það ganga upp. Safnið hefur nú óskað eftir auknum stuðningi bæjarins m.a. með það að markmiði að auka samfellu í starfseminni og til að auðvelda því að uppfylla fagleg skilyrði sem Safnaráð setur viðurkenndum söfnum. Iðnaðarsafnið fékk stöðu viðurkennds safns árið 2014.