Erindi dagsett 21. júní 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um heimild til að gera eftirtaldar breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 8 við Davíðshaga:
1) Fjöldi íbúða verði 22 íbúðir - samkvæmt skilmálum er leyfilegt að byggja 12 eða fleiri íbúðir og ráðist fjöldi af kröfum um bílastæði. Gagnvart bílastæðafjölda er hægt að byggja 22 íbúðir.
2) Óskað er eftir að byggja alls 1615 m² á lóðinni sem gefur nýtinguna 0,826 - lóðin er 1954,9 m² og nýting 0,72 sem gefur 1407,5 m² byggingarmagn samkvæmt skilmálum.
3) Svalir íbúða gangi 1,9 m út fyrir byggingarreit - samkvæmt skilmálum er leyfilegt að fara 1,6 m út fyrir byggingarreit.
4) Byggingarreitur fyrir stigahús stækki um 0,6 m til norðurs.
5) Mesta vegghæð verði 11,1 m og mesta hæð verði 11,9 m - samkvæmt skilmálum eru þessar hæðir 10,3 m og 11,1 m. Meðfylgjandi er teikning.