Glerártorg og nánasta umhverfi - Drög að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og deiliskipulagi verksmiðjusvæðis á Gleráreyrum

Hugmynd að uppbyggingu í kringum Glerártorg
Hugmynd að uppbyggingu í kringum Glerártorg

Drög að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og deiliskipulagi verksmiðjusvæðis á Gleráreyrum

Skipulagsráð Akureyrarbæjar kynnir hér með tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin tekur til svæðis sem merkt er sem reitir VÞ6 ásamt nyrsta hluta ÍB4 sem liggur yfir brekkuna suðaustan við Glerártorg. Tillagan gerir ráð fyrir að svæðin tvö séu sameinuð og breytt í miðsvæði (M3). Heimild verður fyrir 100-150 íbúðum á svæðinu ásamt verslun- og þjónustu.

Skipulagslýsinguna má nálgast hér og uppdráttinn hér.

Athugasemdum við breytinguna skal skila í gegnum skipulagsgátt.

 

Samhliða er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi verksmiðjusvæðis á Gleráreyrum

Breytingin felur í sér að svæði sem í núgildandi deiliskipulagi heimilar íbúðabyggingar stækki til norðurs ásamt því að bæta við lóð syðst á skilgreindu svæði fyrir Gleráreyrar 10. Með þessum breytingum verður heimilt að byggja íbúðir, í bland við þjónustu- og verslunarrými á fyrstu tveimur hæðum húsanna, á lóðum Gleráreyra 2-10. Leyfileg hámarkshæð bygginganna verður frá 24 metrum og upp í 30 metra þar sem að efsta hæðin skal vera inndregin um að minnsta kosti 1,3 metra. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir á bilinu 100-120 íbúðum á svæðinu.

Deiliskipulagsuppdrátt má sjá hér og greinargerð hér.

Athugasemdum við breytinguna skal skila í gegnum skipulagsgátt.

 

Frestur til að senda inn ábendingar er til 12. september 2024.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan