Velferðarráð

1386. fundur 08. maí 2024 kl. 14:00 - 15:10 Glerárgata 26, kálfur, fundarherbergi
Nefndarmenn
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Hólmgeir Karlsson
  • Guðbjörg Anna Björnsdóttir
  • Snæbjörn Ómar Guðjónsson
  • Kolfinna María Níelsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Tinna Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs
  • Ingólfur Örn Helgason fundarritari
Fundargerð ritaði: Ingólfur Helgason fundarritari
Dagskrá
Kolfinna María Níelsdóttir S-lista mætti í forföllum Elsu Maríu Guðmundsdóttur.

1.Velferðarráð - fjárhagsáætlun 2025 - 2028

Málsnúmer 2024050001Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlunarferli fyrir árið 2025 lagt fram til kynningar.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

2.Viðauki í stoðþjónustu 2024

Málsnúmer 2024031388Vakta málsnúmer

Lögð var fram til seinni umræðu beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun. Lagt var til að hækka fjárhagsáætlun stoðþjónustu, NPA og notendasamninga og þjónustukaup í sameiginlegum kostnaði í málaflokki fatlaðs fólks um upphæð kr. 88.800.000 vegna ársins 2024.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðaráð samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

3.Samningur um þjónustu við fatlað fólk í Eyjafirði

Málsnúmer 2023090320Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk.
Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Grímsey - félagslegt leiguhúsnæði

Málsnúmer 2024050002Vakta málsnúmer

Lagt var fram minnisblað Guðna Haukssonar húsnæðisfulltrúa dagsett 22. mars 2024 varðandi félagslegt leiguhúsnæði í Grímsey. Lagt til að húsnæði bæjarins í eyjunni sem nú er rekið sem félagslegt húsnæði verði rekið á öðrum forsendum eða selt út úr kerfinu.
Umrætt húsnæði í Grímsey hefur ekki verið notað sem félagslegt leiguhúsnæði. Velferðarráð sér ekkert því til fyrirstöðu að húsnæðið sé selt. Málinu vísað til bæjarráðs.

5.Málaflokkur fatlaðs fólks - nauðung og þvingun sbr. lög nr. 88/2011

Málsnúmer 2024050003Vakta málsnúmer

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fóru yfir stöðu innra eftirlits er varðar nauðung og þvingun á velferðarsviði.
Velferðarráð felur sviðsstjóra velferðarsviðs að láta gera óháða úttekt á verkferlum Akureyrarbæjar í tengslum við V. kafla laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr. 88/2011 og að í kjölfarið verði gerðar viðeigandi tillögur að úrbótum.


Kolfinna María Níelsdóttir S-lista, Snæbjörn Guðjónsson V-lista, Guðbjörg Anna Björnsdóttir B-lista og Tinna Guðmundsdóttir F-lista óska bókað:

Mikilvægt er að umrædd óháð úttekt og tillögur til úrbóta verði til þess að Akureyrarbær geri ekki mistök við beitingu nauðungar í þjónustu við fatlað fólk.

Fundi slitið - kl. 15:10.