Samningur um þjónustu við fatlað fólk í Eyjafirði

Málsnúmer 2023090320

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1372. fundur - 13.09.2023

Lagður fram til kynningar samningur Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps um sameiginlegt þjónustsvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk. Drögin hafa nú þegar verið send til nágrannasveitarfélagana til umsagnar.

Halldóra K. Hauksdóttir lögfræðingur sat fundin undir þessum lið.
Velferðarráð vísar drögum að samningnum um sameiginlegt þjónustusvæði í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks til umsagnar.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 4. fundur - 19.09.2023

Velferðarráð vísar drögum að samningi um málefni fatlaðs fólks í Eyjafirði til samráðshópsins til umsagnar.
Samráðshópurinn lýsir yfir ánægju sinni með samninginn.

Velferðarráð - 1386. fundur - 08.05.2024

Lögð fram drög að samningi Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk.
Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3546. fundur - 21.05.2024

Liður 3 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. maí 2024:

Lögð fram drög að samningi Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk.

Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa samningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn í samræmi við 18. gr. sveitarstjórnarlaga.

Bæjarstjórn - 3547. fundur - 04.06.2024

Liður 5 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 21. maí 2024:

Liður 3 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. maí 2024:

Lögð fram drög að samningi Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk.

Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa samningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn í samræmi við 18. gr. sveitarstjórnarlaga.

Lára Halldóra Eiríksdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn með 11 samhljóða atkvæðum og felur lögfræðingi velferðarsviðs að senda samninginn til staðfestingar ráðherra.

Velferðarráð - 1389. fundur - 26.06.2024

Tekinn fyrir að nýju samningur um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingar á samningnum og vísar til bæjarstjórnar.

Bæjarráð - 3855. fundur - 11.07.2024

Liður 7 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 26. júní 2024:

Tekinn fyrir að nýju samningur um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingar á samningnum og vísar til bæjarstjórnar.

Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.


Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á samningi um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk.