Grímsey - félagslegt leiguhúsnæði

Málsnúmer 2024050002

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1386. fundur - 08.05.2024

Lagt var fram minnisblað Guðna Haukssonar húsnæðisfulltrúa dagsett 22. mars 2024 varðandi félagslegt leiguhúsnæði í Grímsey. Lagt til að húsnæði bæjarins í eyjunni sem nú er rekið sem félagslegt húsnæði verði rekið á öðrum forsendum eða selt út úr kerfinu.
Umrætt húsnæði í Grímsey hefur ekki verið notað sem félagslegt leiguhúsnæði. Velferðarráð sér ekkert því til fyrirstöðu að húsnæðið sé selt. Málinu vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3849. fundur - 16.05.2024

Liður 4 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. maí 2024:

Lagt var fram minnisblað Guðna Haukssonar húsnæðisfulltrúa dagsett 22. mars 2024 varðandi félagslegt leiguhúsnæði í Grímsey. Lagt til að húsnæði bæjarins í eyjunni sem nú er rekið sem félagslegt húsnæði verði rekið á öðrum forsendum eða selt út úr kerfinu.

Umrætt húsnæði í Grímsey hefur ekki verið notað sem félagslegt leiguhúsnæði. Velferðarráð sér ekkert því til fyrirstöðu að húsnæðið sé selt. Málinu vísað til bæjarráðs.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.


Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista óskar bókað:

Hverfisráð Grímseyjar hefur bókað um að erfitt sé að finna húsnæði fyrir starfsmenn bæði í fiskvinnslu og ferðaþjónustu yfir sumarmánuðina. Skortur er á leiguhúsnæði í Grímsey og þau hús sem hafa verið seld í eyjunni undanfarið hafa verið keypt sem orlofshús. Mikill áhugi er hjá eyjaskeggjum og fyrirtækjarekendum í Grímsey að hafa aðgengi að leiguhúsnæði t.d. fyrir sumarstarfsfólk, en hafa þó ekki endilega bolmagn til þess að kaupa húsnæðið eins og er. Grímsey lauk nýlega þátttöku sinni í verkefninu Brothættar byggðir og í lokaskýrslu verkefnisins stendur að Akureyrarbær mun auk þess að sinna lögbundnumn skyldum í Grímsey, reyna eftir bestu getu að vinna að hagsmunum samfélagsins og uppbyggingu þess. Hverfisráð Grímseyjar hefur talið upp nokkrar hugmyndir um hvernig hægt væri að reyna að ná betri nýtingu á húsnæðinu og ætti Akureyrarbær í samvinnu við hverfisráð að reyna þær leiðir áður ákvörðun verði tekin um sölu á íbúðum Akureyrarbæjar í Grímsey.