Málaflokkur fatlaðs fólks - nauðung og þvingun sbr. lög nr. 88/2011

Málsnúmer 2024050003

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1386. fundur - 08.05.2024

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fóru yfir stöðu innra eftirlits er varðar nauðung og þvingun á velferðarsviði.
Velferðarráð felur sviðsstjóra velferðarsviðs að láta gera óháða úttekt á verkferlum Akureyrarbæjar í tengslum við V. kafla laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr. 88/2011 og að í kjölfarið verði gerðar viðeigandi tillögur að úrbótum.


Kolfinna María Níelsdóttir S-lista, Snæbjörn Guðjónsson V-lista, Guðbjörg Anna Björnsdóttir B-lista og Tinna Guðmundsdóttir F-lista óska bókað:

Mikilvægt er að umrædd óháð úttekt og tillögur til úrbóta verði til þess að Akureyrarbær geri ekki mistök við beitingu nauðungar í þjónustu við fatlað fólk.