Málaflokkur fatlaðs fólks - nauðung og þvingun sbr. lög nr. 88/2011

Málsnúmer 2024050003

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1386. fundur - 08.05.2024

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fóru yfir stöðu innra eftirlits er varðar nauðung og þvingun á velferðarsviði.
Velferðarráð felur sviðsstjóra velferðarsviðs að láta gera óháða úttekt á verkferlum Akureyrarbæjar í tengslum við V. kafla laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr. 88/2011 og að í kjölfarið verði gerðar viðeigandi tillögur að úrbótum.


Kolfinna María Níelsdóttir S-lista, Snæbjörn Guðjónsson V-lista, Guðbjörg Anna Björnsdóttir B-lista og Tinna Guðmundsdóttir F-lista óska bókað:

Mikilvægt er að umrædd óháð úttekt og tillögur til úrbóta verði til þess að Akureyrarbær geri ekki mistök við beitingu nauðungar í þjónustu við fatlað fólk.

Velferðarráð - 1396. fundur - 11.12.2024

Kynnt skýrsla og minnisblað vegna úttektar á málaflokki fatlaðra.

Halldóra K. Hauksdóttir forstöðumaður og Anna Marit Níelsdóttir þjónustustjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð fagnar því að þessari úttekt sé lokið og jafnframt því að nú þegar eru hafnar úrbætur á þeim atriðum sem bent er á að betur megi fara samkvæmt úttektinni. Þær snúa flestar að ófullnægjandi skráningum og formlegri eftirfylgni einstakra mála. Velferðarráð leggur um leið ríka áherslu á að þeim úrbótum verði hraðað eins og mögulegt er til að tryggja að allir verkferlar, fræðsla og skráningar séu fullnægjandi.