Málsnúmer 2020100527Vakta málsnúmer
Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA upplýsti um áform um þróunarverkefni sem lúti að því að undirbúa og þróa mælaborð sem gefi upplýsingar um líðan og velferð aldraðra.
Verkefnið er byggt á samstarfi við og kostað af Félagsmálaráðuneytinu og verður unnið á næstu 4 mánuðum undir umsjón framkvæmdastjóra ÖA.
Með þessum samningi verði hafinn fyrsti hluti þróunarverkefnis sem miðar að því að samræmdar og tímanlegar tölfræðilegar upplýsingar um líðan og velferð aldraðra verði aðgengilegar hér á landi. Stefnt er að framsetningu þessara upplýsinga í rafrænu mælaborði sem hefur að markmiði að fá fram heildarmynd af almennri stöðu aldraðra í samfélaginu hverju sinni og beina sjónum stjórnvalda að verkefnum sem brýnt er að takast á við og forgangsraða.