Þróunarverkefni um mælaborð - líðan og velferð aldraðra

Málsnúmer 2020100527

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1327. fundur - 21.10.2020

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA upplýsti um áform um þróunarverkefni sem lúti að því að undirbúa og þróa mælaborð sem gefi upplýsingar um líðan og velferð aldraðra.

Verkefnið er byggt á samstarfi við og kostað af Félagsmálaráðuneytinu og verður unnið á næstu 4 mánuðum undir umsjón framkvæmdastjóra ÖA.

Með þessum samningi verði hafinn fyrsti hluti þróunarverkefnis sem miðar að því að samræmdar og tímanlegar tölfræðilegar upplýsingar um líðan og velferð aldraðra verði aðgengilegar hér á landi. Stefnt er að framsetningu þessara upplýsinga í rafrænu mælaborði sem hefur að markmiði að fá fram heildarmynd af almennri stöðu aldraðra í samfélaginu hverju sinni og beina sjónum stjórnvalda að verkefnum sem brýnt er að takast á við og forgangsraða.

Öldungaráð - 10. fundur - 11.01.2021

Svanfríður Inga Jónasdóttir og Guðný Sverrisdóttir frá Ráðrík ehf kynntu verkefnið sem hefur það að markmiði ,,að fá fram heildarmynd af almennri stöðu aldraðra í samfélaginu hverju sinni og beina sjónum stjórnvalda að verkefnum sem brýnt er að takast á við og forgangsraða.“
Öldungaráð þakkar fyrir góða kynningu og fagnar verkefninu og lýsir sig reiðubúið til samstarfs.

Öldungaráð - 12. fundur - 01.03.2021

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar, Guðný Sverrisdóttir og Svanfríður Jónasdóttir frá Ráðrík ehf. gerðu grein fyrir vinnu við gerð mælaborðs er lýtur að líðan og velferð aldraðra.
Öldungaráð þakkar fyrir greinargóðar upplýsingar og telur að mælaborðið geti orðið góður grunnur að stefnumótun og ákvörðunum varðandi þjónustu við aldraðra. Öldungaráð lýsir sig reiðubúið til samstarfs um verkefnið.

Öldungaráð - 15. fundur - 23.08.2021

Svanfríður Jónasdóttir frá ráðgjafafyrirtækinu Ráðrík ehf. kynnti skýrslu um vinnu við þróunarverkefni (mælaborð) um líðan og velferð aldraðra á Akureyri.

Halldór S. Guðmundsson sat fundinn undir þessum lið.
Öldungaráð þakkar Svanfríði fyrir kynninguna.

Mikið af þeim upplýsingum sem koma fram geta nýst vel t.d. í starfi og mótun stefnu og aðgerðaáætlunar. En það kemur líka fram að mikið af upplýsingum vantar eða að þær eru ónákvæmar. Ráðið tekur undir tillögu skýrsluhöfunda um að bæta þurfi skráningu innan bæjarkerfisins um þjónustu við eldra fólk og að semja við Félagsvísindastofnun um að stækka úrtak fyrir Akureyri í könnunum um hagi og líðan aldraðra. Einnig verði skoðað hvort gera ætti sjálfstæða könnun á Akureyri um tiltekna þætti, sem upplýsingar vantar um.
Fylgiskjöl:

Velferðarráð - 1345. fundur - 03.11.2021

Lögð fram til kynningar skýrslan: Mælaborð um líðan og velferð aldraðra.

Öldungaráð - 20. fundur - 29.04.2022

Síðari hluta árs 2020 var ákveðið að hefja vinnu við gerð mælaborðs á líðan og velferð aldraðra á Akureyri og var samningur milli félagsmálaráðuneytisins og Akureyrarbæjar um kaup á þjónustu vegna fyrsta hluta þróunarverkefnis um slíkt mælaborð undirritaður.
Öldungaráð ítrekar það sem kom fram í fyrri bókun um málið, að þessi vinna getur nýst við stefnumótun, en bæta þarf við könnunum og upplýsingum og halda þeim síðan við. Vinna sem unnin var við þetta verkefni mun vera í eigu Akureyrarbæjar og ráðuneytis.