Nýsköpun í öldrunarþjónustu - þróunarverkefni í dagþjálfun

Málsnúmer 2019070102

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1305. fundur - 21.08.2019

Lagður fram til kynningar, samningur milli Öldrunarheimila Akureyrar og Sjúkratrygginga Íslands um þjónustu hjúkrunarheimilisins, dagdvöl og þróunarverkefni í öldrunarþjónustu. Samningurinn var undirritaður 29. júní 2019 og gildir frá 1. júlí 2019 til 31. desember 2020 með heimildi til framlengingar.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA greindi stuttlega frá umfjöllun um samningsmál ÖA og um stöðu í viðræðum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu um endurnýjun rammasamnings.

Velferðarráð - 1327. fundur - 21.10.2020

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA fór yfir meginmarkmið með þjónustunni og nýsköpunarverkefninu Sveigjanleg dagþjálfun og niðurstöður áfangaskýrslu vegna síðasta árs. Yfirstandandi er undirbúningur og vinna við að afla nýrra gagna með viðtölum við notendur og fjölskyldur þeirra og vinna úr þeim.

https://www.akureyri.is/static/files/Hlid/afangaskyrsla-sveigjanleg-dagthjalfun-6.-mars-2020.pdf