Viðbragðsáætlanir Akureyrarbæjar vegna Covid - 19

Málsnúmer 2020030378

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 74. fundur - 25.03.2020

Viðbragðsáætlun samfélagssviðs vegna Covid lögð fram til kynningar ásamt viðbrögðum einstakra stofnanna.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að fela starfsmönnum að kalla eftir upplýsingum frá íþrótta- og tómstundafélögum á Akureyri um það hvernig samkomubann og önnur tilmæli frá yfirvöldum vegna Covid-19 hefur áhrif á störf þeirra bæði faglega og fjárhagslega.



Frístundaráð samþykkir að 6 og 12 mánaða kort í sundlaugar Akureyrar verða framlengd um þann tíma sem laugarnar eru lokaðar.

Stjórn Akureyrarstofu - 296. fundur - 26.03.2020

Viðbragðsáætlun samfélagssviðs vegna COVID-19 lögð fram til kynningar ásamt viðbrögðum einstakra stofnanna innan samfélagssvið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fela starfsmönnum að kalla eftir upplýsingum frá fyrirtækjum á Akureyri um það hvernig samkomubann og önnur tilmæli frá yfirvöldum v/ Covid-19 veirunnar hafa áhrif á afkomu fyrirtækja. Einnig að kallað verði eftir upplýsingum frá aðilum í menningargeiranum hvernig staðan bitnar á faglegu starfi sem og fjárhagslegu.



Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að árskort að Listasafni Akureyrar verða framlengd um þann tíma sem safnið er lokað.

Velferðarráð - 1319. fundur - 01.04.2020

Viðbragðsáætlanir sviða velferðarráðs vegna COVD-19 kynntar.
Velferðarráð þakkar starfsfólki Öldrunarheimila Akureyrar og búsetu- og fjölskyldusviðs fyrir frábær störf í þeim aðstæðum sem nú eru uppi í samfélaginu. Sveigjanleiki, mannvirðing og jákvæðni einkennir starfsmenn á þessum dæmalausu tímum og erum við óendanlega þakklát fyrir okkar góða starfsfólk.

Frístundaráð - 75. fundur - 08.04.2020

Lögð fram til kynningar minnisblöð deildarstjóra íþróttamála um áhrif COVID-19 á starfsemi íþróttahreyfingarinnar á Akureyri.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1320. fundur - 06.05.2020

Covid-19 - stöðumat sviða velferðarráðs. Hvernig hefur gengið? Staðan í dag og framtíðin.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar starfsfólki Öldrunarheimila Akureyrar og búsetu- og fjölskyldusviðs fyrir óeigingjarnt starf á tímum Covid-19. Starfsfólk hefur aðlagað líf sitt að því starfi sem það sinnir og sett hagsmuni skjólstæðinga sinna framar sínum eigin.

Öldungaráð - 7. fundur - 08.06.2020

Helga Erlingsdóttir starfandi framkvæmdastjóri ÖA og Bergdís Ösp Bjarkadóttir frá búsetusviði mættu á fundinn og gerðu grein fyrir viðbrögðum Akureyrarbæjar vegna eldri borgara á tímum COVID-19.
Öldungaráð þakkar Helgu og Bergdísi fyrir góðar kynningar.

Velferðarráð - 1327. fundur - 21.10.2020

Sviðsstjórar búsetu- og fjölskyldusviðs og framkvæmdastjóri ÖA fóru yfir viðbrögð vegna COVID og stöðu mála á hverju sviði.

Öldungaráð - 9. fundur - 16.11.2020

Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu mætti á fundinn og gerði grein fyrir viðbrögðum Akureyrarbæjar vegna eldri borgara á tímum þriðju bylgju COVID-19 faraldursins. Jafnframt gerði Eva Björg Guðmundsdóttir grein fyrir viðbrögðum heilsugæslunnar vegna þjónustu heimahjúkrunar.
Öldungaráð leggur áherslu á að allt verði reynt til að viðhalda góðri þjónustu við eldri borgara á tímum COVID-19. Einnig þarf að bregðast við einangrun og einmanaleika meðan á takmörkunum stendur og þegar einangrun lýkur, gjarnan með nýjum leiðum og samstarfi.

Frístundaráð - 87. fundur - 16.12.2020

Lögð fram tillaga um að gildistími sundkorta verði framlengdur um þann tíma sem lokað hefur verið vegna COVID-19 sem eru 40 dagar.
Frístundaráð samþykkir að beina því til bæjarráðs að gildistími sundkorta í Sundlaugum Akureyrar verði framlengdur um þann tíma sem laugarnar hafa verið lokaðar vegna COVID-19 núna á haustmánuðum sem eru 40 dagar.

Bæjarráð - 3711. fundur - 07.01.2021

Liður 7 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 16. desember 2020:

Lögð fram tillaga um að gildistími sundkorta verði framlengdur um þann tíma sem lokað hefur verið vegna COVID-19 sem eru 40 dagar.

Frístundaráð samþykkir að beina því til bæjarráðs að gildistími sundkorta í Sundlaugum Akureyrar verði framlengdur um þann tíma sem laugarnar hafa verið lokaðar vegna COVID-19 núna á haustmánuðum sem eru 40 dagar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu frístundaráðs.

Frístundaráð - 94. fundur - 05.05.2021

Lögð fram tillaga um að gildistími sundkorta verði framlengdur um þann tíma sem lokað hefur verið vegna COVID-19 sem eru 21 dagur.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að gildistími sundkorta verði framlengdur um 21 dag.

Bæjarráð - 3726. fundur - 12.05.2021

Liður 6 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 5. maí 2021:

Lögð fram tillaga um að gildistími sundkorta verði framlengdur um þann tíma sem lokað hefur verið vegna COVID-19 sem eru 21 dagur.

Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að gildistími sundkorta verði framlengdur um 21 dag.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni frístundaráðs með fimm samhljóða atkvæðum.