Nýsköpunar- og þróunarverkefni í dagþjálfun og þjónustu við aldraða, hófst í byrjun febrúar að undangengnum undirbúningi og fræðslu starfsmanna sem og undirbúningsfundum með nokkrum helstu samstarfsaðilum.
Verkefnið sem unnið er í samstarfi og með heimild heilbrigðisráðuneytis, er nýjung í þjónustunni hjá Akureyrarbæ og mikilvægur þáttur þess er að upplýsa og vinna með viðhorf til þjónustunnar. Af því tilefni efnir ÖA til opins dags þar sem bæjarbúum, samstarfsaðilum og öðrum áhugasömum aðilum er boðið til kynningardags þar sem nýja verkefnið og áherslur í starfsemi dagþjálfunar verða kynntar ásamt öðrum þáttum starfseminnar. Þá verður tímabundin dvöl kynnt ásamt iðju- og félagsstarfi sem tengist dagþjálfun og nokkrum af þeim velferðartæknilausnum sem notaðar verða í nýsköpunar- og þróunarverkefninu.
Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, kynnti málið og dagskrá dagsins.