Lagt fram erindi dagsett 13. júlí 2016 frá Birni Arnari Magnússyni framkvæmdastjóra fyrir hönd BRYNJU Hússjóðs Öryrkjabandalagsins. Í erindinu kemur fram að BRYNJA Hússjóður Öryrkjabandalagsins sækir um 12% stofnstyrk auk 4% viðbótarframlags vegna skorts á leiguhúsnæði sbr. lög um almennar íbúðir vegna kaupa á íbúðum á Akureyri á árunum 2017 og 2018.
Sótt er um stofnstyrki vegna kaupa á 5 íbúðum á árinu 2017 og vegna kaupa og byggingu á 5 íbúðum á árinu 2018.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.