Velferðarráð - hagræðing 2016-2019

Málsnúmer 2016030168

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1227. fundur - 06.04.2016

Framkvæmdastjórar ráðsins kynntu tillögur til hagræðingar sbr. óskir þar um frá hagræðingarhópnum.

Velferðarráð - 1228. fundur - 27.04.2016

Farið yfir tillögur til hagræðingar sbr. umræðu á síðasta fundi ráðsins.

Velferðarráð - 1231. fundur - 26.05.2016

Aðgerðarhópur um framtíðarrekstur hefur lokið störfum og mætti á fund ráðsins til þess að fara yfir niðurstöður sínar.

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs og Magnús Kristjánsson frá KPMG mættu á fundinn og fóru yfir tillögur aðgerðarhópsins.

Velferðarráð - 1234. fundur - 24.08.2016

Fyrir liggur tillaga aðgerðarhóps um hagræðingu á fjölskyldudeild og búsetudeild alls 54.8 m.kr. Á fjölskyldudeild er m.a. um að ræða lækkun á launalið, vistun og fjárhagsaðstoð auk hækkunar á tekjum á PBI, alls 38.100 m.kr. Á búsetudeild er um að ræða lækkun á launalið og hækkun tekna alls 16.700 m.kr.

Kolbeinn Aðalsteinsson skrifstofustjóri búsetudeildar sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.