Málsnúmer 2014030008Vakta málsnúmer
Lögð fram lokskýrsla og samantekt um Framtíðarþing um farsæla öldrun sem haldið var á Akureyri 18. maí 2015, ásamt tölvubréfi formanns Öldrunarráðs Íslands þar sem hann þakkar ánægjulega og árangursríka samvinnu og samveru á þinginu.
Í bréfi formanns Öldrunarráðs, er einnig lýst stuttlega áformum um kynningu og umfjöllun um þingið og niðurstöður þess. Hér á Akureyri hefur skýrslan verið send bæjarfulltrúum og í undirbúningi er kynningar- og umræðufundur (13. nóvember nk.) í samstarfi aðila sem stóðu að þinginu.
Niðurstöður þingsins eru gagnlegar og munu nýtast við gerð velferðarstefnu Akureyrarbæjar sem framundan er og vísar ráðið skýrslunni til þeirrar vinnu. Jafnframt samþykkir ráðið að greiða kostnað við auglýsingu á kynningar- og umræðufundi sem áætlað er að halda 13. nóvember nk.