Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - rekstrarúttekt

Málsnúmer 2015090082

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3472. fundur - 17.09.2015

Verkefnistillaga vegna úttektar á rekstri ÖA.

Arnar Árnason frá KPMG mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og skýrði verkefnistillöguna.

Einnig sat Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir verkefnistillöguna og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við KPMG um úttektina.

Velferðarráð - 1216. fundur - 07.10.2015

Sigríður Huld Jónsdóttir formaður velferðarráðs og Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynntu áformaða úttekt á málefnum aldraðra sem bæjarrráð ákvað að gert yrði.

Bæjarráð - 3482. fundur - 12.11.2015

Magnús Kristjánsson frá KPMG mætti á fund bæjarráðs og fór yfir stöðu mála vegna úttektar á rekstri ÖA.
Bæjarráð þakkar Magnúsi komuna á fundinn.

Bæjarráð - 3488. fundur - 17.12.2015

Magnús Kristjánsson og Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir skýrsludrög um úttekt á rekstri öldrunarþjónustu Akureyrarbæjar.

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar, Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Einnig sátu fund bæjarráðs undir þessum lið Helga Guðrún Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri, Heiðrún Björgvinsdóttir rekstrarstjóri og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri.
Drög skýrslunnar eru enn í vinnslu.

Bæjarráð þakkar Magnúsi og Þorsteini yfirferð á skýrsludrögunum og öðrum gestum komuna á fundinn.

Bæjarráð - 3490. fundur - 14.01.2016

Magnús Kristjánsson og Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir skýrslu um úttekt á rekstri öldrunarþjónustu Akureyrarbæjar.
Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið, Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar tók þátt í fundinum í gegnum fundarsíma. Bæjarfulltrúarnir Njáll Trausti Friðbertsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Eva Hrund Einarsdóttir og Silja Dögg Baldursdóttir sátu fundinn undir þessum lið.
Einnig sat Gunnlaugur Júlíusson sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar skýrslunni til umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3385. fundur - 19.01.2016

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 14. janúar 2016:

Magnús Kristjánsson og Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir skýrslu um úttekt á rekstri öldrunarþjónustu Akureyrarbæjar.

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið, Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar tók þátt í fundinum í gegnum fundarsíma. Bæjarfulltrúarnir Njáll Trausti Friðbertsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Eva Hrund Einarsdóttir og Silja Dögg Baldursdóttir sátu fundinn undir þessum lið.

Einnig sat Gunnlaugur Júlíusson sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð vísar skýrslunni til umræðu í bæjarstjórn.
Lögð fram bókun svohljóðandi:

Bæjarstjórn Akureyrar leggur áherslu á að þegar í stað verði teknar upp viðræður við ríkið um framtíðarfyrirkomulag á rekstri og starfsemi Öldrunarheimila Akureyrar. Mikilvægt er að mótuð verði samræmd heildarstefna í málefnum aldraðra og óvissu um ábyrgð og fjármögnun þjónustunnar verði eytt. Í því sambandi verði skoðað hvort rekstur og starfsemi Öldrunarheimila Akureyrar sé betur kominn hjá ríki þegar til framtíðar er litið. Samhliða verði gengið frá uppgjöri vegna fyrri ára á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar og felur bæjarstjórn bæjarstjóra að kalla eftir viðræðum við stjórnvöld.


Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri vék af fundi kl. 19:40.

Velferðarráð - 1223. fundur - 03.02.2016

Lögð fram til kynningar samantekt um Öldrunarþjónustu Akureyrarbæjar - þróun, stöðu og framtíðarhorfur, unnin af KPMG í janúar 2016.

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar, kynntu og svöruðu spurningum um samantekina.
Valur Sæmundsson V-lista vék af fundi kl. 15:52.

Öldungaráð - 5. fundur - 05.04.2017

Magnús Kristjánsson frá KPMG mætti á fundinn og kynnti skýrslu sem fyrirtækið vann fyrir Akureyrarbæ um þjónustu Akureyrarbæjar við aldraða og kostnað sveitarfélagsins vegna þjónustunnar.
Öldungaráð þakkar Magnúsi fyrir greinargóða kynningu.