Frumvarp til laga um almanntryggingar, 3. mál

Málsnúmer 2015090127

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3473. fundur - 01.10.2015

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 21. september 2015 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um almannatryggingar, 3. mál 2015.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/145/s/0003.html

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar erindinu til velferðarráðs.

Velferðarráð - 1216. fundur - 07.10.2015

Máli vísað frá bæjarráði. Erindi dagsett 21. september 2015 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um almannatryggingar, 3. mál 2015.
Umsögn velferðarráðs Akureyrarkaupstaðar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, 145. löggjafarþing 2015-2016, þingskjal 3, 3. mál.

Í frumvarpi því sem hér er til umfjöllunar er lagt til að almannatryggingar fylgi þróun lágmarkslauna í samræmi við kjarasamninga og verði 300 þús. kr. árið 2018. Greiðslurnar fari stighækkandi til ársins 2018 með hliðstæðum hætti og lægstu laun samkvæmt kjarasamningum.
Velferðarráð tekur undir það sem fram kemur í greinargerð frumvarpsins þar sem hefur verið lagt til grundvallar að 300 þús. kr. séu hæfileg lágmarkslaun af því að það sé sú fjárhæð sem sé launafólki nauðsynleg til mannsæmandi framfærslu. Hið sama hlýtur að gilda um þá sem reiða sig á lífeyri almannatrygginga.
Velferðarráð Akureyrarkaupstaðar styður frumvarpið og gerir ekki athugasemdir við það.