Málsnúmer 2024030153Vakta málsnúmer
Liður 2 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 11. mars 2024:
Lagt fram erindi frá Ellerti Erni Erlingssyni forstöðumanni íþróttamála þar sem óskað er eftir heimild til að fara í endurnýjun á fimleikabúnaði í Íþróttamiðstöð Giljaskóla.
Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir beiðnina og vísar henni til umhverfis- og mannvirkjaráðs með ósk um að fjármagnið verði tekið af búnaðarsjóði.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að vinna málið áfram með skipulagssviði Akureyrar og Hafnasamlagi Norðurlands.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ólafur Kjartansson V-lista og Óskar Ingi Sigurðsson B-lista óska bókað:
Í október árið 2022 fjallaði bæjarstjórn um áhrif óveðurs á innviði og atvinnulíf á Akureyri, þá lagði bæjarstjórn áherslu á að framkvæmdum við land- og sjóvarnir við Akureyri verði flýtt eins og kostur er. Mikilvægt er að fá fram upplýsingar um hvers vegna í framlögðum teikningum og fyrirhuguðum framkvæmdum sé ekki gert ráð fyrir því að klára sjóvarnir milli ÚA og Tangabryggju að öllu leyti og ekki sé fyrirhugað að koma upp sjóvörnum fyrir framan Strýtu. Eðlilegast væri að farið yrði í alla framkvæmdina í sumar, vonandi næst að leysa málið til að svo geti orðið.