Kjarnavegsstígur að Hömrum

Málsnúmer 2023030864

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 135. fundur - 21.03.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 20. mars 2023 varðandi göngustíg frá gatnamótum Wilhelmínugötu/Kjarnagötu að Hömrum.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 137. fundur - 18.04.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 17. apríl 2023 varðandi opnun tilboða í göngustíg meðfram Kjarnavegi frá gatnamótum við Wilhelmínugötu suður að vegi að Hömrum, auk yfirborðsfrágangs og malbikunar m.a. meðfram Naustabraut og Wilhelmínugötu.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka lægsta tilboði frá Nesbræðrum ehf. að upphæð kr. 57.126.000.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 161. fundur - 07.05.2024

Lagðar fram teikningar á legu síðasta hluta stígs frá Hagahverfi og inn í Kjarnaskóg.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Fylgiskjöl:

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 164. fundur - 18.06.2024

Lagt fram opnunarblað dagsett 6. júní 2024 vegna verðfyrirspurnar um gerð stígs frá afleggjaranum upp að Hömrum og inn í Kjarnaskóg til suðurs. Þrjú tilboð bárust frá Finni ehf., Nesbræðrum ehf. og Þverá Golfi ehf.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Nesbræður ehf. að upphæð krónur 33.265.777.