Lagt fram minnisblað dagsett 18. október 2023 varðandi kaup á sexhjóli því gróðureldar eru vaxandi áhyggjuefni hjá slökkviliðum landsins. Þetta vandamál mun aukast verulega er fram sækir. Til að ná sem bestum árangri í slökkvistarfi þegar
útbreiðsluhætta er mikil eins og er í gróðureldum, skiptir höfuðmáli að komast fljótt að eldinum með tæki, búnað og mannskap. Því fyrr sem slökkvistarf hefst því betri er útkoman.
Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.