Málsnúmer 2022120681Vakta málsnúmer
Liður 4 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 19. desember 2022:
Erindi dagsett 8. desember 2022 til fræðslu- og lýðheilsuráðs vegna framkvæmda við Glerárskóla.
Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Ragna Kristín Jónsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Starfsmaður: Sylvía Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Eyrúnu Skúladóttur fyrir erindið og tekur undir áhyggjur hennar. Ráðið vísar erindinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs og leggur áherslu á að flýta framkvæmdum við C-álmu Glerárskóla ef fjárhagslegt svigrúm gefst.
Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.