Skjaldarvík - áform

Málsnúmer 2023020041

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 132. fundur - 07.02.2023

Umræður um framtíðarnotkun á jörðinni og húsnæði í Skjaldarvík.

Bæjarráð - 3798. fundur - 16.02.2023

Rætt um undirbúning sölu mannvirkja Akureyrarbæjar í Skjaldarvík og gerð lóðasamninga um eignirnar. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 18. nóvember 2021 að mannvirkin, sem ekki eru í notkun undir starfsemi bæjarins, yrðu seld við lok leigusamninga um eignirnar. Var bæjarlögmanni, sviðsstjóra skipulagssviðs og sviðsstjóra fjársýslusviðs falið að taka saman gögn og upplýsingar um eignirnar, undirbúa sölu mannvirkjanna og gerð lóðasamninga um eignirnar í samvinnu við Hörgársveit.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni, forstöðumanni skipulagsmála og sviðsstjóra fjársýslusviðs að undirbúa sölu mannvirkjanna og gerð lóðasamninga um eignirnar.

Bæjarráð - 3811. fundur - 01.06.2023

Rætt um undirbúning að lóðarskiptingu í Skjaldarvík.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 165. fundur - 02.07.2024

Lagt fram minnisblað varðandi framtíðaráform vegna Skjaldarvíkur.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fela sviðsstjórna umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram og auglýsa fasteignirnar til leigu og vísar ákvörðuninni um fullnaðarafgreiðslu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3855. fundur - 11.07.2024

Liður 7 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 2. júlí 2024:

Lagt fram minnisblað varðandi framtíðaráform vegna Skjaldarvíkur.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fela sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram og auglýsa fasteignirnar til leigu og vísar ákvörðuninni um fullnaðarafgreiðslu til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að auglýsa fasteignirnar til leigu og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram.


Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá.


Umhverfis- og mannvirkjaráð - 175. fundur - 17.12.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 13. desember 2024 vegna opnunar tilboða í leigu á húsnæði í Skjaldarvík.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Ketill Sigurður Jóelsson athygli á vanhæfi sínu til að sitja fundinn undir þessum lið.

Með vísan til 3. tl. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 vék hann af fundi undir þessum lið og við fundarritun tók Georg Fannar Haraldsson.