Erindi til fræðslu- og lýðheilsuráðs vegna framkvæmda við Glerárskóla

Málsnúmer 2022120681

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 22. fundur - 19.12.2022

Erindi til fræðslu- og lýðheilsuráðs vegna framkvæmda við Glerárskóla.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Ragna Kristín Jónsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Starfsmaður: Sylvía Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Eyrúnu Skúladóttur fyrir erindið og tekur undir áhyggjur hennar. Ráðið vísar erindinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs og leggur áherslu á að flýta framkvæmdum við C-álmu Glerárskóla ef fjárhagslegt svigrúm gefst.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 132. fundur - 07.02.2023

Liður 4 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 19. desember 2022:

Erindi dagsett 8. desember 2022 til fræðslu- og lýðheilsuráðs vegna framkvæmda við Glerárskóla.

Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Ragna Kristín Jónsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Starfsmaður: Sylvía Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla.

Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Eyrúnu Skúladóttur fyrir erindið og tekur undir áhyggjur hennar. Ráðið vísar erindinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs og leggur áherslu á að flýta framkvæmdum við C-álmu Glerárskóla ef fjárhagslegt svigrúm gefst.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð sér ekki svigrúm til þess að hraða framkvæmdum við C-álmu Glerárskóla innan samþykktrar framkvæmdaáætlunar og vísar málinu til umræðu í bæjarráði.


Sindri Kristjánsson S-lista og Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Í ljósi þess hvernig þetta mál er tilkomið á dagskrá fundar umhverfis- og mannvirkjaráðs geta þau sem þetta bóka ekki orða bundist. Nú vill svo til að tveir bæjarfulltrúar meirihlutans sitja í fræðslu- og lýðheilsuráði og sátu fund ráðsins sem um ræðir þar sem tekið var undir áhyggjur skólastjórnenda og skólaráðs Glerárskóla af framgangi framkvæmda við endurbætur skólans. Þessari ráðstöfun er varla hægt að líkja við annað en hringleikahús fáránleikans. Þessir sömu bæjarfulltrúar samþykktu ásamt öðrum félögum sínum í meirihlutanum fjárhagsááætlun fyrir árið 2023 í desember síðastliðinn ásamt áætlun um framkvæmdir á vegum bæjarins til næstu fjögurra ára. Það er í þessari sömu framkvæmdaáætlun þar sem tekin var sú ákvörðun að hefja þessar framkvæmdir ekki fyrr en árið 2026 í fyrsta lagi. Í milli samþykktar fjárhagsáætlunar 2023 og áðurnefndrar bókunar fræðslu- og lýðheilsuráðs liðu 10 dagar. Heilir 10 dagar. Áhyggjur bæjarfulltrúanna af stöðunni hljóta af þessum sökum að teljast innantómar, svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Inga Dís Sigurðardóttir M-lista vék af fundi kl. 11:10.