Leikskóli í Hagahverfi

Málsnúmer 2023010583

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 132. fundur - 07.02.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 10. janúar 2023 varðandi framkvæmdir og stofnun verkefnishóps um verkefnið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð skipar Ingu Dís Sigurðardóttur M-lista í verkefnislið fyrir verkefnið leikskóli í Hagahverfi. Ráðið óskar einnig eftir því að fræðslu- og lýðheilsuráð skipi einnig í liðið.


Jón Hjaltason óháður óskar bókað:

Undirritaður skorar á bæjaryfirvöld að vega og meta kosti þess að byggja fremur fleiri og smærri leikskóla vítt og breitt um bæinn heldur en stærri og færri.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 33. fundur - 05.06.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 10. janúar 2023 varðandi framkvæmdir og stofnun verkefnishóps um verkefnið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð skipaði Ingu Dís Sigurðardóttur M-lista í verkefnislið fyrir verkefnið leikskóli í Hagahverfi. Ráðið óskar eftir því að fræðslu- og lýðheilsuráð skipi einnig í liðið.

Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra og Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.
Fræðslu- og lýðheilsuráð skipar Heimi Örn Árnason D-lista í verkefnislið fyrir verkefnið leikskóli í Hagahverfi.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 142. fundur - 04.07.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 3. júlí 2023 vegna staðsetningar leikskóla í Hagahverfi.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur til að sótt verði um nýja hentuga lóð sem þjónar betur framtíðaruppbyggingu á svæðinu, lóðin sem ætluð er í Hagahverfi er of lítil fyrir þá stærð leikskóla sem lagt er til og staðsetning sunnar muni þjóna betur framtíðaruppbyggingu og þeirri stærð sem menn telja að þurfi til rekstrar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 40. fundur - 23.10.2023

Lagt fram minnisblað um þörf fyrir uppbyggingu leikskólahúsnæðis á næstu árum og leikskóla í Hagahverfi.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Tekið til umræðu. Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar málinu til skipulagsráðs.
Tinna Guðmundsdóttir F-lista vék af fundi kl. 14:00.

Ungmennaráð - 44. fundur - 01.11.2023

Ungmennaráð tók til umsagnar hugmyndir um uppbyggingu leikskólahúsnæðis í Hagahverfi. Mikið var rætt, skoðanir og áhyggjur viðraðar. Ungmennaráð sendi frá sér bókun um málið.
Ungmennaráð telur að kostur 2 sé besti og í raun eini ákjósanlegi kosturinn fyrir framtíðarleikskóla þó svo að hinar þrjár lóðirnar gætu fyllt inn sem tímabundin lausn á plássleysi sem er í bænum eins og staðan er núna. Verði einhver þeirra þriggja valin til byggingar leikskóla vill ungmennaráð samt sem áður að lóð 2 verði tekin frá til að framtíðarleikskóli geti risið þar seinna meir. Allar lóðirnar þrjár hafa einhverja kosti en gallarnir eru þó fleiri, að mati ungmennaráðs. Ráðið telur gríðarlega mikilvægt að við byggingu á leikskóla á þeim lóðum verði eftir fremsta megni dregið úr áhrifum og áhættuþáttum sem stafa af mikilli umferð, svifryksmengun, vandamálum vegna veðurfars ásamt öðru.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 152. fundur - 19.12.2023

Staðsetning á leikskólanum í Hagahverfi rædd.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 46. fundur - 12.02.2024

Umræður um stöðu á framkvæmdum við leikskóla í Hagahverfi.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Alexia María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 157. fundur - 05.03.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 1. mars 2024 varðandi byggingu leikskóla í Hagahverfi.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 158. fundur - 19.03.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 15. mars 2024 varðandi útboð á byggingu 1.600 fermetra, 8 deilda leikskóla í Hagahverfi í tveimur áföngum. Verklok fyrri áfanga eru áætluð 15. ágúst 2026 og verklok seinni áfanga 1. júní 2028.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Óskar Ingi Sigurðsson B-lista, Jón Hjaltason óháður og Ólafur Kjartansson V-lista óska bókað:

Þær forsendur útboðs sem lagðar eru hér fram til grundvallar eru óæskilegar þar sem horft er til þess að leikskólinn verði byggður í tveimur áföngum, sem þýðir bæði langan framkvæmdatíma og mögulega óhagkvæmari verð í útboði.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 165. fundur - 02.07.2024

Lögð fram umsögn og niðurstaða dómnefndar um tillögur í alútboði um hönnun og byggingu á leikskóla í Hagahverfi, Akureyri. Útboðið var sett upp í þremur fösum.


Í fyrsta fasa mat dómnefnd atriði og þætti tilboða sem tilgreindir voru í útboðslýsingu og voru þau tilboð sem uppfylltu grunnatriði útboðslýsingarinnar metin. Í fyrsta fasa hefur dómnefnd hvorki fengið að sjá verð né nöfn bjóðenda. Þær tillögur sem náðu lágmarkseinkunn í fyrsta fasa fara áfram í verðsamanburð í öðrum fasa.


Þar eru opnuð verð þeirra tilboða sem náðu lágmarkseinkunn. Einkunn tilboðanna hefur áhrif á samanburð tilboðanna til lækkunar á samanburðarverði. Það tilboð sem er með lægsta samanburðarverðið er metið sem hagstæðasta tilboðið og kemst þar með í fasa þrjú sem snýr að hæfni bjóðanda.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við Húsheild Hyrnu ehf. á grundvelli tilboðs þeirra með fyrirvara um að þeir uppfylli kröfur á bjóðanda í þriðja og síðasta fasa útboðsins og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð - 3855. fundur - 11.07.2024

Liður 9 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 2. júlí 2024:

Lögð fram umsögn og niðurstaða dómnefndar um tillögur í alútboði um hönnun og byggingu á leikskóla í Hagahverfi, Akureyri. Útboðið var sett upp í þremur fösum.

Í fyrsta fasa mat dómnefnd atriði og þætti tilboða sem tilgreindir voru í útboðslýsingu og voru þau tilboð sem uppfylltu grunnatriði útboðslýsingarinnar metin. Í fyrsta fasa hefur dómnefnd hvorki fengið að sjá verð né nöfn bjóðenda. Þær tillögur sem náðu lágmarkseinkunn í fyrsta fasa fara áfram í verðsamanburð í öðrum fasa.

Þar eru opnuð verð þeirra tilboða sem náðu lágmarkseinkunn. Einkunn tilboðanna hefur áhrif á samanburð tilboðanna til lækkunar á samanburðarverði. Það tilboð sem er með lægsta samanburðarverðið er metið sem hagstæðasta tilboðið og kemst þar með í fasa þrjú sem snýr að hæfni bjóðanda.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við Húsheild Hyrnu ehf. á grundvelli tilboðs þeirra með fyrirvara um að þeir uppfylli kröfur á bjóðanda í þriðja og síðasta fasa útboðsins og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Húsheild Hyrnu ehf. á grundvelli tilboðs þeirra.