- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Framkvæmdir
- Tímabókanir
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
- Fréttir
Stjórn Akureyrarstofu fagnar því að forsendur fyrir Vaðlaheiðargöngum hafa ekki breyst og því ljóst að framkvæmdir geta hafist á árinu 2012 eins og áður hafði verið ákveðið.
Stjórnin lýsir furðu sinni á ákvörðun umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um að senda málið til úttektar hjá Ríkisendurskoðun nú þegar málið er komið á lokastig en það mun óhjákvæmilega fresta málinu um ótiltekinn tíma. Forsendur framkvæmdarinnar eru byggðar á vinnu sem fram fór þegar viðræður við lífeyrissjóðina um samgönguframkvæmdir áttu sér stað og hafa ekkert breyst síðan þá. Þá sá nefndin ekki ástæðu til að kalla eftir úttekt Ríkisendurskoðunar. Því er óskiljanlegt af hverju það er gert nú þegar tilboð liggja fyrir og séð er fram á að framkvæmdir geti hafist.
Bættar samgöngur eru forsenda búsetu og byggðaþróunar. Stjórn Akureyrarstofu harmar áhugaleysi núverandi ráðherra samgöngumála um framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng, sem munu bæta samgöngur og umferðaröryggi, efla innviði dreifðra byggða, stytta leiðir og sameina svæði. Stjórnin vonar að ekki verði brugðið fæti fyrir þessa nauðsynlegu framkvæmd sem mun hafa í för með sér jákvæða innspýtingu í atvinnulífið og minna atvinnuleysi. Vaðlaheiðargöng gagnast ekki bara íbúum svæðisins heldur landsmönnum öllum. Íbúar svæðisins eru reiðubúnir að taka á sig að greiða veggjöld svo að af framkvæmdum geti orðið til viðbótar þeim sköttum sem á þá eru lagðir.
Stjórn Akureyrarstofu átelur einnig þá umræðu að ríkið leggi fram fé úr ríkissjóði til framkvæmdarinnar. Hið rétta er að ríkið ábyrgist fjármögnun framkvæmdarinnar og því mun ekki koma til fé úr ríkissjóði. Því tekur framkvæmdin ekki fé frá öðrum brýnum málefnum.
Stjórn Akureyrarstofu skorar á Alþingi að ljúka þessu máli strax svo hægt verði að hefja framkvæmdir í upphafi árs 2012 eins og áður hafði verið ákveðið.