Leikfélag Akureyrar - endurnýjun samnings 2011

Málsnúmer 2011050144

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 99. fundur - 25.05.2011

Rætt um endurnýjun samnings við Leikfélag Akureyrar. Formaður og framkvæmdastjóri greindu frá fundi sem þau áttu með leikhússtjóra og framkvæmdastjóra LA.
Umræðu verður haldið áfram á næsta fundi.

 

Stjórn Akureyrarstofu - 101. fundur - 28.06.2011

Lögð fram drög að endurnýjuðum samningi fyrir yfirstandandi ár. Vonir standa til þess að næsti samningur Akureyrarbæjar og ríkisins um samstarf í menningarmálum verði a.m.k. til þriggja ára og þar með gefist færi á að gera lengri samning við félagið.

Stjórn Akureyrastofu felur framkvæmdarstjóra að ganga frá samningi við Leikfélag Akureyrar byggðan á fyrirliggjandi drögum. Þá telur stjórnin mikilvægt að ljúka samningi til lengri tíma fyrir áramót 2011-2012. Stjórnin leggur einnig til að framkvæmdastjóri samræmi alla stærri samninga sem Akureyrarstofa gerir við menningarstofnanir.

Stjórn Akureyrarstofu - 109. fundur - 09.11.2011

Í kjölfarið á endurnýjuðum samningi Akureyrarbæjar og Leikfélags Akureyrar var stofnaður sameiginlegur starfshópur eða framtíðarnefnd samningsaðila sem hefur það hlutverk að fara yfir rekstrargrundvöll atvinnuleikhúss á Akureyri og leggja fram tillögur um framtíðarskipan þeirra mála. Starfshópurinn hefur tekið til starfa og var greint frá stöðu vinnunnar hingað til.

Stjórn Akureyrarstofu - 110. fundur - 01.12.2011

Formaður stjórnar fór yfir vinnu framtíðarnefndar stjórnar Akureyrarstofu og stjórnar Leikfélags Akureyrar og drög að framtíðarsýn sem unnið er að.