Stjórn Akureyrarstofu

286. fundur 10. október 2019 kl. 14:00 - 16:45 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hilda Jana Gísladóttir formaður
  • Anna Fanney Stefánsdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Finnur Sigurðsson
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri akureyrarstofu
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá

1.Listasafnið á Akureyri

Málsnúmer 2015060091Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar vinnuskjal vegna rekstrarstöðu á Listasafninu á Akureyri.

Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins sat fundinn undir þessum lið.

2.Deiglan í Listagili - sala/leiga húsnæðis

Málsnúmer 2019090533Vakta málsnúmer

Samkvæmt starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2020 skal kannað með sölu eða leigu á húsnæði Deiglunnar.

Lagt fram bréf frá Guðmundi Ármanni Sigurjónssyni formanni Gilfélagsins dagsett 7. október 2019 þar sem óskað er eftir fundi með stjórn Akureyrarstofu vegna þessarar ákvörðunar að selja eða leigja Deigluna.

Guðmundur Ármann Sigurjónsson formaður Gilfélagsins og Sigrún Birna Sigtryggsdóttir ritari Gilfélagsins mættu á fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Guðmundi og Sigrúnu fyrir komuna á fundinn.

Er starfsmönnum falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

3.Iðnaðarsafnið - beiðni um fjárstuðning

Málsnúmer 2018080050Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi frá stjórn Iðnaðarsafnsins þar sem óskað er eftir auknum fjárstuðningi við rekstur safnsins. Erindið var áður á dagskrá þann 26. september sl.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir við bæjarráð að veittur verði viðauki við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 2.500.000 til reksturs Iðnaðarsafnsins.

4.Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Akureyri - rekstraryfirlit

Málsnúmer 2019100148Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Akureyri. Nokkur umræða fer nú fram um rekstur upplýsingamiðstöða og hefur Ferðamálastofa látið að því liggja síðustu ár að hún muni f.h. ríkisins hætta fjárhagslegum stuðningi við miðstöðvar víðsvegar um landið og taka upp rafræna þjónustu þess í stað. Ekki liggur fyrir hvernig sú þjónusta myndi leysa af hólmi þá þjónustu sem veitt er augliti til auglitis af upplýsingafulltrúum. Brýnt er að fá botn í þau mál. Auk þessa hefur verið rætt um mikilvægi þjónustu upplýsingamiðstöðvarinnar fyrir farþega skemmtiferðaskipa og mögulega aðkomu Hafnasamlags Norðurlands að rekstrinum.
Stjórn Akureyrarstofu felur deildarstjóra að leita skýrra svara hjá Ferðamálastofu um aðkomu ríkisins og að efna til samráðsfundar með fulltrúum frá stjórn Hafnasamlagsins, fulltrúum nágrannasveitarfélaga og fulltrúum hagsmunaaðila um þeirra sýn á þjónustu Upplýsingamiðstöðavarinnar á Akureyri og þróun hennar til framtíðar.

5.Skortur á gagnrýni á listræna framleiðslu

Málsnúmer 2019020046Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svarbréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu dagsett 28. ágúst 2019.
Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum að koma svarbréfinu til stjórnar MAk.

6.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðvum sem heyra undir stjórn Akureyrarstofu.

Fundi slitið - kl. 16:45.