Lagt fram minnisblað undirritað af Hlyni Hallssyni safnstjóra Listasafnsins, Mörtu Nordal leikhússtjóra, Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Þuríði Helgu Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra MAk. Í minnisblaðinu er rakið hve illa hefur gengið að fá fjölmiðla sem vinna á landsvísu, að RÚV undanskildu, til að senda gagnrýnendur til Akureyrar til að sjá og gagnrýna listræn verkefni hér. Þá er lögð fram hugmynd að því hvernig úr þessu megi bæta.
Þuríður H. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk sat fundinn undir þessum lið.