Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Akureyri. Nokkur umræða fer nú fram um rekstur upplýsingamiðstöða og hefur Ferðamálastofa látið að því liggja síðustu ár að hún muni f.h. ríkisins hætta fjárhagslegum stuðningi við miðstöðvar víðsvegar um landið og taka upp rafræna þjónustu þess í stað. Ekki liggur fyrir hvernig sú þjónusta myndi leysa af hólmi þá þjónustu sem veitt er augliti til auglitis af upplýsingafulltrúum. Brýnt er að fá botn í þau mál. Auk þessa hefur verið rætt um mikilvægi þjónustu upplýsingamiðstöðvarinnar fyrir farþega skemmtiferðaskipa og mögulega aðkomu Hafnasamlags Norðurlands að rekstrinum.