Stjórn Akureyrarstofu

199. fundur 26. nóvember 2015 kl. 16:15 - 17:38 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Unnar Jónsson formaður
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Hanna Dögg Maronsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá
Hanna Dögg Maronsdóttir D-lista mætti í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.
Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi Æ-lista boðaði forföll og varamaður mætti ekki í hennar stað.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarstofu 2016

Málsnúmer 2015080026Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir menningarmál 2016.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framlagða tillögu en óskar eftir að framkvæmdastjóri Akureyrarstofu móti tillögu í samstarfi við forstöðumenn safna í bænum, um aðgangskort sem gæfi tíðum gestum á söfnum bæjarins möguleika á hagstæðum kjörum.

2.Menningar- og atvinnumál - þriggja ára áætlun 2017-2019

Málsnúmer 2015110211Vakta málsnúmer

Farið yfir fyrirsjáanleg og möguleg ný eða breytt verkefni innan málaflokkanna fyrir ofangreint tímabil.
Formanni og framkvæmdastjóra falið að ganga frá tillögum inn í áætlunina í samræmi við umræður á fundinum.

3.Hafnarstræti, göngugata - verklagsreglur um lokun - vinnuhópur

Málsnúmer 2015070016Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd hefur óskað eftir að Akureyrarstofa skipi tvo fulltrúa í vinnuhóp sem móti verklagsreglur vegna tímabundinna lokanna Hafnarstrætis og Kaupvangsstrætis.
Stjórn Akureyrarstofu skipar Huldu Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóra viðburða- og menningarmála á Akureyrarstofu og Hildi Friðriksdóttur fulltrúa í stjórn Akureyrarstofu í vinnuhópinn.

4.Menningarsjóður Akureyrar - breyting á verklagsreglum 2015

Málsnúmer 2015110169Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á verklagsreglum sem gerir mögulegt að auglýsa eftir styrkumsóknum í desember árinu áður en til styrkveitinga kemur. Tilgangurinn er að afgreiðsla styrkja geti farið fram fyrr á viðkomandi ári. Lagt er til að eftirfarandi setning í 1. gr. úthlutunar- og vinnureglanna breytist:

"Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Menningarsjóði í febrúarmánuði ár hvert." og verði svohljóðandi:

"Heimilt er að auglýsa eftir umsóknum um styrki úr Menningarsjóði í desember árinu áður en til úthlutunar kemur en það skal í síðasta lagi gerast í febrúar sama ár og úthlutun fer fram."
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framlagða tillögu.

5.Samþykkt fyrir Húsverndarsjóð - breyting vegna tímamarka

Málsnúmer 2015110168Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um breytingu á samþykktinni. Tilgangur tillögunnar er að skilgreina gildistíma styrkveitinga úr sjóðnum.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framlagða breytingu og vísar til samþykktar í bæjarstjórn Akureyrar.

6.Mótun upplýsingastefnu Akureyrarbæjar - 2015

Málsnúmer 2015110167Vakta málsnúmer

Rætt um að setja Akureyrarbæ sérstaka upplýsingastefnu sem ætlað er að ná til sem flestra þátta í öflun, meðferð og miðlun upplýsinga.
Lagt fram til kynningar. Umræðu haldið áfram á næsta fundi stjórnar.

Fundi slitið - kl. 17:38.