Fjárhagsáætlun Akureyrarstofu 2016

Málsnúmer 2015080026

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 192. fundur - 13.08.2015

Fyrstu umræður um fjárhagsáætlun Akureyrarstofu fyrir árið 2016.

Stjórn Akureyrarstofu - 193. fundur - 27.08.2015

Fyrstu drög að fjárhagsáætlun Akureyrarstofu fyrir árið 2016 lögð fram.

Stjórn Akureyrarstofu - 194. fundur - 10.09.2015

Unnið að fjárhagsáætlun fyrir málaflokka stjórnarinnar og verður vinnunni haldið áfram á næsta fundi.

Stjórn Akureyrarstofu - 195. fundur - 17.09.2015

Áfram haldið vinnu við fjárhagsáætlun fyrir málaflokka stjórnar Akureyrarstofu.
Sérstaklega var farið yfir kostnað við rekstur Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna, þróun launakostnaðar og húsaleigu.
Logi Már Einarsson formaður stjórnar Akureyrarstofu tók þátt í fundinum undir fyrsta dagskrárlið í gegnum Skype, en Sigfús Arnar Karlsson varaformaður stýrði fundi.

Stjórn Akureyrarstofu - 196. fundur - 23.09.2015

Lokaafgreiðsla fjárhagsáætlunar frá stjórn Akureyrarstofu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir fyrirliggjandi áætlun með þeim breytingum og skýringum sem koma fram í samantekt með henni.

Stjórn Akureyrarstofu - 199. fundur - 26.11.2015

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir menningarmál 2016.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framlagða tillögu en óskar eftir að framkvæmdastjóri Akureyrarstofu móti tillögu í samstarfi við forstöðumenn safna í bænum, um aðgangskort sem gæfi tíðum gestum á söfnum bæjarins möguleika á hagstæðum kjörum.

Stjórn Akureyrarstofu - 210. fundur - 26.05.2016

Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár var gert ráð fyrir að tekinn yrði upp aðgangseyrir á Listasafninu á Akureyri.

Hlynur Hallsson forstöðumaður safnsins mætti á fundinn til að fara yfir nánari útfærslu.

Til að byrja með verður innheimtur aðgangseyrir í sumar í tilraunaskyni.

Almennt verð verður kr. 1.000. Frítt fyrir 18 ára og yngri og 67 ára og eldri. Einnig frítt fyrir námsmenn og öryrkja. Eftirtalda daga í sumar verður aðgangur ókeypis í safnið:



11. júní - opnun sýningarinnar Nautn - Conspiracy of Pleasure.

23. júní - Jónsmessa, opið alla nóttina.

16. júlí - opnun Listasumars.

27. og 28. ágúst - Akureyrarvaka og opnun sýningarinnar Formsins vegna - Gunnar Kr.

Stjórn Akureyrarstofu - 213. fundur - 18.08.2016

Lagðar formlega fram til samþykktar tillögur um breytingar á fjárhagsáætlun yfirstandandi árs í samræmi við niðurstöður aðgerðarhóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir fyrirliggjandi tillögur og felur framkvæmdastjóra að ganga frá þeim í samræmi við umræður á fundinum.