Málsnúmer 2010080027Vakta málsnúmer
Mánudaginn 23. ágúst sl. hófu 2.596 nemendur vetrarstarfið í grunnskólum Akureyrarbæjar og fjölgar nemendum um 10 á milli skólaára. Þar af eru 257 nemendur í 1. bekk að stíga sín fyrstu skref í grunnskóla. Lundarskóli verður fjölmennastur með 487 nemendur og fæstir verða nemendurnir í Grímseyjarskóla eða 12.
Mjög vel gekk að manna grunnskólana á Akureyri eins og undanfarin ár. Hlutfall fagmenntaðra er rétt um 100%. Mikill stöðugleiki hefur einkennt starfsmannahaldið undanfarin ár, sem er mikill styrkur fyrir allt faglegt starf, því grundvöllur þess byggist á hæfu og metnaðarfullu starfsfólki. Í grunnskólunum eru nú 281 stöðugildi við stjórnun, kennslu og ráðgjöf og 97 stöðugildi við önnur störf s.s. umsjónarmenn húsa, skólaliðar, stuðningsfulltrúar og ritarar. Ríflega 400 starfsmenn sitja í þessum 378 stöðugildum. Stöðugildafjöldi starfsmanna er óbreyttur á milli skólaára. Af þessu má leiða að skólahald verður með svipuðu sniði þetta skólaár og verið hefur. Meðaltal nemenda í námshópi er það sama og undanfarin ár eða um 20 nemendur. Þetta á einnig við þegar skoðaður er fjöldi nemenda pr. stöðugildi kennara sem er í raun betri mælikvarði, því algengt er að fleiri en einn kennari komi samtímis að kennslu hvers námshóps. Fjöldi nemenda pr. stöðugildi kennara var ríflega 10 á sl. skólaári og verður eins á þessu.
Lagt fram til kynningar.
Skólanefnd samþykkir tillöguna.