Fyrir fundinn var lögð tillaga að reglum um styrki til foreldra í Grímsey vegna viðbótarkostnaðar við skólagöngu nemenda í 9. og 10. bekkjum, en þá bekki verða nemendur að sækja í grunnskólana á Akureyri. Fyrir liggur að hverfisráð Grímseyjar og skólaráð Grímseyjarskóla hafa sent inn umsögn og gera ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir því að greiddur verði framfærslustyrkur sem skiptist þannig að greiddar eru 1.070 kr. dag hvern yfir skólárið vegna húsnæðis og kr. 1.930 hvern dag sem nemandi dvelur utan heimilis, vegna uppihalds og umönnunar. Þessar upphæðir taka breytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs án húsnæðis.
Skólanefnd samþykkir að óska eftir umsögn hverfisráðs Grímseyjar um tillöguna.